Um skólann
Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á grunnskólastigi, skólastarf í skólanum fer fram alfarið á netinu. Í Ásgarði eru allir jafnir og nemendur hvorki aðgreindir vegna aldurs, kyns, uppruna eða með nokkrum öðrum hætti. Námið er sniðið að þörfum hvers og eins en námsvísir skólans vísar veginn. Nemendur vinna í teymum eða sjálfstætt en er ekki er skipt í bekki. Nemendur gera sínar eigin námsáætlanir í samvinnu og samstarfi við kennara sína og foreldra. Viðfangsefnin stjórnast af grunnþáttum og þemum en nánari útfærslur eru alltaf í höndum nemenda.
Fyrir hverju stendur skólinn, sýn og stefna skólans. Hvers vegna gerum við það sem við gerum? Kennslu- og uppeldisfræðileg stefna skólans.
Fréttastofa
Fréttastofa skólans nær til nemenda og kennara. Nemendur birta fréttir og kennarar tilkynningar og ýmsar upplýsingar.
Skólavist í Ásgarðsskóla
Til að fá námsvist í Ásgarði þurfa forráðamenn barna sem búa ekki í Reykhólahreppi að sækja um námsvist utan lögheimilis sveitarfélags og færa rök fyrir því hjá sínu sveitarfélagi. Skólavist er því ávallt háð samþykki viðkomandi sveitarfélags. Sum sveitarfélög eru með umsóknargátt á heimasíðum sínum en hjá öðrum þarf að fylla út eyðublað og senda.
Ásgarðsskóli - www.asgardsskoli.is - asgardur@asgardsskoli.is Sími: 555-0023