Um skólann

Ásgarðsskóli er grunnskóli fyrir nemendur á unglingastigi, skólastarf í skólanum fer fram á netinu. 

Í Ásgarðsskóla eru öll jöfn og nemendur hvorki aðgreindir vegna aldurs, kyns, uppruna eða með nokkrum öðrum hætti. 

Námið er sniðið að þörfum hvers og eins en námsvísir skólans vísar veginn. Nemendur vinna í teymum eða sjálfstætt en er ekki er skipt í bekki.

Nemendur gera sínar eigin námsáætlanir í samvinnu og samstarfi við kennara sína og fullorðna fólkið sitt

Viðfangsefnin stjórnast af grunnþáttum og þemum en nánari útfærslur eru í höndum nemenda. 

FacebookInstagram

Allar helstu áætlanir skólans, allt frá öryggisáætlun til læsistefnu skólans. 

Nemendur gefa reglulega út skólablað. Hér má nálgast nýjustu útgáfuna hverju sinni.

Innra mat og gæðkerfi skólans. Innra mats skýrslur og starfsáætlun og mat á þeim.


Skólavist í Ásgarðsskóla

Til að fá námsvist í Ásgarðsskóla þarf fullorðna fólk barna sem búa ekki í Reykhólahreppi að sækja um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og færa rök fyrir því hjá sínu sveitarfélagi. Skólavist er því ávallt háð samþykki viðkomandi sveitarfélags. Sum sveitarfélög eru með umsóknargátt á heimasíðum sínum en hjá öðrum þarf að fylla út eyðublað og senda