Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð er jafnframt staðbundið farsældarráð skólans. Á næstu tveimur árum 2022-2024 verður unnið að því að innleiða starfshætti sem samræmast nýjum lögum um farsæld barna. Leitast verður við að nemendaverndarráð verði megin vettvangur þessarar innleiðingar. Vinnan er unnin í samræmi við ráðgjafa Ásgarðs og í samvinnu og samstarfi við sveitarfélög sem reka fámenna skóla. 

Meginhlutverk nemendaverndarráðs er að gæta hagsmuna barna í skólanum, vernda þau og styðja með því að:


Seta í nemendaverndarráði

Í nemendaverndarráði Ásgarðs-skóla í skýjunum sitja skólastjóri, sérkennari, námsráðgjafi og teymissérfræðingur. Hjúkrunarfræðingur, sálfræðingur og aðrir sérfræðingar eru kallaðir til samkvæmt úrlausnarefnum hverju sinni. Fulltrúi barnaverndaryfirvalda frá félagsþjónustu úr sveitarfélagi nemanda kann að vera boðaður á fund ráðsins ef upp koma mál sem koma að barnavernd. Heimilt er að kalla aðra inn á fundi ráðsins til að ræða einstök mál, s.s. umsjónarkennar, tómstundastarfsfólk og foreldra.

Um nemendaverndarráðsfundi: Nemendaverndarráð hefur fastan fundartíma mánaðarlega og fundir eru að lágmarki tvisvar á önn:

Vísan mála:

Nemendaverndarráð fjallar um mál nemenda skólans sem þurfa aðstoð vegna fötlunar, sjúkdóms eða námslegra, félagslegra eða tilfinningalegra erfiðleika og vísað er til ráðsins:

Afgreiðsla mála:

Við afgreiðslu mála í ráðinu er hagur barna hafður að leiðarljósi og gætt jafnræðis og meðalhófs í samræmi við lög.