Starfsáætlun

Úr aðalnámskrá grunnskóla

Í árlegri starfsáætlun er gerð grein fyrir starfstíma skólans og mikilvægum dagsetningum. Í starfsáætlun kemur fram hvernig þeim 180 skóladögum, sem skóli hefur til ráðstöfunar, er varið. Í áætluninni er skóladagatal birt en þar sést hvenær kennsla hefst að hausti og hvenær henni lýkur að vori.


Í starfsáætlun skal m.a. birta upplýsingar um: stjórnskipulag skólans, þ.m.t. skipurit, starfsfólk skólans, skóladagatal, þ.m.t. lengd jólaleyfis, páskaleyfis og annarra vetrarleyfa. 

Helstu viðburðir skólaársins og vettvangsferðir, val nemenda í 8.–10.bekk, skólaráð, foreldrafélag og nemendafélag og starfsáætlanirþeirra, skólareglur, upplýsingar um stoðþjónustu, þ.m.t. skólaheilsugæslu og sérfræðiþjónustu, upplýsingar um tómstundastarf og félagslíf, símenntunaráætlun, rýmingaráætlun, viðbrögð við vá, s.s. veikindafaraldri, óveðri, eldgosi, jarðskjálftum, annað sem varðar starfsemi skólans ár hvert, m.a. hagnýtar upplýsingar um opnunartíma skólans, viðveru sérfræðinga, mötuneyti, forföll og leyfi.


Á hverju hausti gerir skólastjóri tillögu að starfsáætlun og leggur fyrir starfsfólk skólans til samþykktar á haustdögum. Starfsáætun er skilað til mennta- og menningarmálanefndar Reykhólahrepps á haustin. Að vori leggur starfsfólk skólans mat á framkvæmd starfsáætlunarinnar og metur hvað betur má fara. Slíkt mat er jafnframt mikilvægur þáttur við mat á stjórnun og faglegri forystu við skólann og gæðastarf skólans í heild sinni. 

Starfsáætlanir Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum

Mat á starfsáætlun Ásgarðsskóla - skóla í skýjunum

Uppfært 13. júlí 2023