Skólavist í Ásgarðsskóla 

Skólavist í Ásgarðsskóla er því ávallt háð samþykki þess sveitarfélags þar sem nemendi á lögheimili.

Til að fá námsvist í Ásgarðsskóla þurfa forsjáraðilar barna sem búa ekki í Reykhólahreppi að sækja um námsvist utan lögheimilissveitarfélags og færa rök fyrir því hjá sínu sveitarfélagi. Mörg sveitarfélög eru með umsóknargátt á heimasíðu sinni en hjá öðrum þarf að fylla út eyðublað og senda

Best er fyrir forsjáraðila fylla út umsóknareyðublað Ásgarðsskóla og skólastjóri mun hafa samband við ykkur áður.

Nemendur í Ásgarðsskóla geta fengið skólavist að ósk sveitarfélags og þá er gert samkomulag um eðli og umfang þeirrar skólavistar. Eðlilegt er að námsvist nemenda í Ásgarðsskóla verði unnin í nánu samstarfi við fræðsluyfirvöld í því sveitarfélagi sem nemandinn býr í og aðra sem koma að farsæld barna. 

Forráðamenn greiða ekki fyrir skólavist í Ásgarðsskóla heldur greiðir lögheimilissveitarfélagið fyrir skólavist utan sveitarfélags. Verðskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga er hér, verðið miðaðst við að í skólanum séu allt að 50 nemendur. Í skýjunum ehf. er með þjónustusamning við Reykhólahrepp samkvæmt samningi þessum (smella hér).

 

Esther Ösp Valdimarsdóttir er skólastjóri

esther@asgardsskoli.is

s. 555-0023


Kynning_maí24