Öllu skólasamfélagi Ásgarðsskóla er annt um að námsmat sé skýrt, gagnsætt og að allir í skólanum, nemendur, kennarar og fullorðna fólkið þekki vel þau viðmið sem liggja að baki námsmatinu.
Námsmatsstefna skólans á að lýsa vel hvernig námsmati er háttað, hvernig einkunnagjöf birtist og hvernig námsmat á að stuðla að kerfisbundnum framförum hvers og eins nemanda. Námsmatsstefnan er endurskoðuð reglulega af skólasamfélaginu öllu. Allar ábendingar eru vel þegnar hvenær sem er.