Hlutverk:
Nemendaverndarráð Ásgarðsskóla starfar skv. lögbundnu hlutverki þannig ráða. Hlutverk þess er að tryggja velferð og réttindi barna með samþættri og samhæfðri þjónustu.
Ráðið:
Tekur við beiðnum vegna nemenda sem glíma við náms-, félagslegar eða sálrænar áskoranir.
Metur hvort þörf sé á þjónustu sérfræðinga og samþykkir tilvísanir ef við á.
Stofnar stoðteymi þegar þörf er á utanumhaldi.
Samhæfir aðgerðir milli skóla, foreldra og utanaðkomandi þjónustuaðila.
Tryggir að mál fái viðeigandi eftirfylgd og framgang.
Sér um tilkynningar til barnaverndar þar sem við á.
Skipan og fundir:
Í ráðinu sitja deildarstjóri stoðþjónustu, náms- og starfsráðgjafi, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingu og framkvæmdastjóri skólans. Fundir eru haldnir mánaðarlega eða oftar ef þörf krefur. Deildarstjóri stoðþjónustu, sem er líka tengiliður farsældar fyrir skólann, boðar til funda og stýrir þeim. Fundargerðir eru skráðar og varðveittar sem trúnaðargögn.
Vinnu- og verklag:
Beiðnir berast á tilvísunareyðublaði. Allir hagaðilar, þ.e. starfsfólk, foreldrar og börn, geta vísað málum til ráðsins.
Áður en mál er tekið fyrir þarf samþykki foreldra/forráðamanna. Einnig þarf samþykki fyrir samþættingu þjónustu. Upplýsingar um samþætta þjónustu er hægt að sækja hér en það eyðublað er samþykki fyrir að mál barns séu rædd á fundum nemendaverndarráðs.
Ráðið leitast við að afgreiða mál innan mánaðar frá móttöku.
Jafnræði, meðalhóf og velferð barns er leiðarljós ráðsins við meðferð mála.
Deildarstjóri stoðþjónustu útbýr árlegt yfirlit um störf ráðsins, fjölda mála og eðli þeirra.
Ráðið leiðbeinir kennurum að setja mælanleg, tímasett og raunhæf markmið fyrir nemendur sem koma á borð ráðsins. Í öðrum tilfellum er það hlutverk kennara.
Trúnaður:
Allir fulltrúar í ráðinu eru bundnir þagnarskyldu. Upplýsingum má aðeins miðla í samræmi við lög, t.d. barnaverndarlög.
Nánar um stoðþjónustu skólans hér.
(Síðasta endurskoðun 22.8.2025)