Þjónusta við nemendur
Náms- og starfsráðgjöf
Námsráðgjafi er til viðtals tvo morgna í mánuði.
Helstu verkefni námsráðgjafa eru að:
Veita nemendum ráðgjöf um náms- og starfsval og fræða þá um nám, störf og atvinnulíf.
Styðja nemendur við val á framhaldsnámi.
Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi.
Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara að ná settum markmiðum í námi.
Aðstoða nemendur við að setja sér markmið og gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum
Veita foreldrum ráð varðandi nám og hegðun barna þeirra.
Náms- og starfsráðgjafi kemur í Ásgarðsskóla tvisvar sinnum í mánuði.
Hóptímar.
Sinna utanumhaldi um starfstengt nám.
Skólahjúkrunarfræðingur
Skólahjúkrunarfræðingur er til viðtals einn morgun í mánuði.
Helstu verkefni skólahjúkrunarfræðings eru:
Fræðsla og heilsuefling.
Bólusetningar.
Skimanir.
Viðtöl um heilsu og líðan.
Umsjón og eftirlit með umönnun langveikra barna innan skólans.
Ráðgjöf til nemenda, fjölskyldna þeirra og starfsfólks skólans.
SkólaSálfræðingur
Skólasálfræðingur er til viðtals tvo morgna í mánuði.
Helstu verkefni skólahjúkrunarfræðings eru:
Ráðgjöf við nemendur eftir tilvísunum í gegnum nemendaverndarráð.
Ráðgjöf til starfsmanna ef þörf er á.
Fræðsla til foreldra og starfsmanna eftir atvikum.
Seta í nemendaverndarráði.
Seta í áfallateymi skólans.
Situr lausnarfundir fyrir nemendur ef þurfa þykir.