Mat á starfsáætlun

Eitt af mikilvægustu gögnum innra mats er mat á starfsáætlun skólans. Starfsáætlanir og mat á starfsáætlun hvers árs er að finna hér.

Viðmið um gæðastarf

Það er sérstakt metnaðarmál í Ásgarðsskóla að stjórnun, nám og kennsla og innra mat taki mið af skýrum gæðaviðmiðum. Gæðaviðmið skólans hafa verið sett fram í þessum þremur flokkum og byggja á gæðaviðmiðum MMS um gæða skólastarf. Ennfremur stefnir Ásgarður á að fá alþjóðlega vottun og úttekt á innleiðingu IMYC námskrárinnar. Sú úttekt fer venjulega fram þremur til fjórum árum eftir að innleiðing námskrárinnar hefst. 

Ásgarðsskóli er að innleiða gæðaviðmið Nýsköpunarskóla og námskrárviðmið IMYC námskrárinnar í leiðinni. Viðmið um gæðastarf í skólanum má sjá hér fyrir neðan. 

Langtímaáætlun um innra mat

5.3 Langtímaáætlun um innra mat 2021 til 2026
Starfsáætlun innra mats teymis 2023-2024