Foreldrafélag

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. 

Foreldrar verða sjálfkrafa meðlimir foreldrafélagsins þegar börn þeirra innritast í Ásgarðsskóla í skýjunum. 

Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð. Ákvarðanataka í skólamálum hefur færst nær foreldrum en það undirstrikar þörf fyrir formlegan samstarfsvettvang þeirra. 



Foreldrafélag Ásgarðsskóla