Verkfæratorg
Ásgarðsskóli - Skóli í skýjunum
Ásgarðsskóli - Skóli í skýjunum
Allt nám nemenda og námsmat fer í gegnum Askinn.
Námsmatið er nánast alfarið leiðsagnarnám þar sem nemendur fá leiðsögn og viðbrögð strax við því sem þau eru að gera.
Nemendur hafa aðgang að Askinum og foreldrar fá sérstakan foreldraaðgang.
Hér kemur fram hvaða verkefni eru unnin á degi hverjum ásamt viðmiðum um árangur og önnur amboð eftir atvikum.
Zoomið er aðal kennslustaðurinn. Það er líka opið allan daginn fyrir nemendur og fullorðna fólkið þeirra - frá 09.00 til 12.00 og 13.00 til 14.00. Ef einhver vafi leikur á því hvar einhver á að vera þá kemur hann hingað inn í Zoomið og gerir vart við sig.
Slackið er þar sem hlutirnir gerast. Hér geta forsjáraðilar fylgst með spjalli á milli nemenda og kennara og séð hvað er í gangi á hverjum degi.
Hér líka þráður fyrir tilkynningar til allra foreldra.
Það er best að hafa Slackið á símanum.
Öll fá boð um aðgang en Slack er aðgengilegt bæði í browser og á appi.
Almenna stundataflan er eins fyrir alla, nemendur koma saman á morgnana kl. 09:00 í morgunstund. Eftir það skipuleggur kennarinn hvert nemendur fara, sumir fara í einstaklingsvinnu og aðrir í hópavinnu. Almenna stundaskráin fer öll fram í gegnum Zoom.
Upplýsingar á heimasíðu skólans www.asgardsskoli.is breytast lítið en þar er fréttastofa nemenda þar sem nemendur birta fréttir af skólastarfinu sínu og verkefnum sínum. Það er þess virði að vista slóðina að fréttastofu nemenda og fylgjast með!
Vikulega taka nemendur þátt í valgrein með öðrum smærri skólum. Með þessum hætti getum við boðið upp á flölbreyttar valgreinar með mikilli sérhæfingu og leiðsögn frá sérfræðingum auk tækifæris til að kynnast unglingum með sama áhugamál.
Hvað gerum við til að minnka líkur á tæknilegum vandræðum og hvað gerum við til að bregðast við þeim sem upp koma?
Skóladagatal ársins 2025-2026. Nemendur skipuleggja sjálf uppbrotsdaga og viðburði í haust og þá uppfærist dagatalið.
Komist barn ekki í skólann af einhverri ástæðu hafa forsjáraðilar samband við skólann.
Best er að senda skilaboð á hóp nemandans á Slack. Með þessum hætti komast upplýsingarnar örugglega í réttar hendur.
Nemendur halda úti eigin fréttavef þar sem þau skrifa um allt milli himins og jarðar. Vefurinn er sannarlega fróðlegur og þar kennir ýmissa grasa, njótið vel!
Fyrsta skólablað 2023 er nú komið út og er hægt að nálgast það með því að smella á heitið á þessari flís.
Foreldrafélag skólans heldur úti facebook síðu þar sem alls konar tilkynningar, ábendingar og annað skemmtilegt fer fram.
Endilega sækið um að vera með svo þið missið ekki af neinu.
Allir nemendur hafa aðgang að dagatalinu sínu í gegnum Google. Einstaklingsviðtöl eru bókuð inn á dagatalið og fara fram í gegnum hlekkinn sem birtist á dagatalinu. Hér eru viðtöl við náms- og starfsráðgjafa, einkaviðtöl við kennara og allt sem er ekki skipulagt út frá hefðbundnum skóladegi. Nemendur bjóða í nemendastýrð viðtöl í gegn um dagatalið.
Allir nemendur hafa sitt eigið tölvupóstfang sem þeir fá hjá skólaum. Það er mikilvægt að kíkja á tölvupóstinn á hverjum virkum morgni og í lok dags.
Allir nemendur eru með aðgang að sínu eigin drifi þar sem þeir geyma verkefnin sín. Nemendur geta sjálfir deilt efni og sótt.
Nemendur stofna öll verkefni í möppu sem deilt er með öllum kennurum.
Er eitthvað sem veldur þér áhyggjum eða eitthvað sem þú telur ástæðu til að skólinn kanni sérstaklega hvort hægt sé að leysa með aðkoma sérfræðinga? Liggur etv. grunur á einelti? Sendu tilvísun á ráðið og við tökum málið fyrir á næsta fundi. Almennt er fundað fyrsta þriðjudag hvers mánaðar.