UNDANÞÁGUR FRÁ VAL NÁMSKEIÐUM

Samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla er skólastjóra heimilt að meta þátttöku í atvinnulífi, félagslífi, íþróttum eða skiðulögðu sjálfboðastarfi sem nám í valgreinum á unglingastigi.
Nemendur geta óskað eftir undanþágu ef þeir æfa eina eða fleiri tómstund allt að 6 klst í viku og fá þá eitt val námskeið í afslátt.

Nemendur sem uppfylla skilyrði um undanþágu þurfa að velja val námskeiðið Tómstundarstarf.


Til staðfestingar þurfa nemendur að skila inn umsóknareyðublaði sem þarf að berast skólanum  23. ágúst 2024
Skila verður inn undirritaðri undanþágu frá foreldri til að nemandi geti fengið íþróttastarf, nám við tónlistarskólann eða annað tómstundastarf metið. Áður en umsóknareyðublaðinu er skilað til aðstoðarskólastjóra er nauðsynlegt að kennar/þjálfari/starfsmaður viðkomandi skól/félags kvitti á umsóknareyðublaðið fyrir því starfi sem unnið er og staðfesti þar með ábyrgð sína á því. 


Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að nemandi sinnir því námi, íþrótta- og eða tómstundastarf sem nemandi  hefur fengið metið.
Skólinn kallar eftir upplýsingum frá tónlistarskóla og Snæfell varðandi þátttöku í námi og íþróttastarfi. 

Umsókn um mat á valgrein er hægt að nálgast hjá ritara

Umsókn um mat á valgrein