Val

2024-2025

Nemendum í 5.- 10. bekk gefst kostur á að velja sér valgreinar. Tilgangurinn með auknu valfrelsi nemenda er að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og miða við áhugasvið og framtíðaráform hans. Val nemenda fer fram í samvinnu við kennara og foreldra.
Á miðstigi (5. - 7. b) geta nemendur valið um námsgreinar í bundnu vali, ýmist sem hálfs árs eða heilsárs val. 

Á unglingastigi (8. -10. b) velja nemendur bæði bundið val og val námskeið. Framboð val námskeiða er mismunandi á ári hverju.
Nemendur eru hvattir til þess að velja sér val námskeið sem þeir hafa mestan áhuga á og síðan önnur námskeið til vara.
Því miður er ekki hægt að verða við óskum allra en takmarkaður fjöldi kemst í hvern hóp. Mjög mikilvægt er að val nemenda sé vel ígrundað svo ekki þurfi að gera breytingar eftir að búið er að útbúa stundatöflu fyrir hvern og einn.


Nemendur á miðstigi velja sér BUNDIÐ VAL fyrir skólaárið 2024-2025

Nemendur á unglingastigi velja sér  BUNDIÐ VAL og VAL NÁMSKEIÐ fyrir skólaárið 2024-2025

Val fer fram í gegnun INNU á tímabilinu  18. - 30. apríl
Opnað verður fyrir val kl: 16:00