Vatnslindir
Ferskvatnsauðlindin á Íslandi er áætluð að vera 609 þúsund rúmmetrar á íbúa á ári. Við erum fjórða vatnsríkasta þjóð í heimi miðað við íbúafjölda samkvæmt samantekt UNESCO.
Er til endalaust af vatni?
Vatnið fer í hringrás um jörðina og það er sama vatnið frá örófi alda. Vatnið gufar upp úr sjónum, myndar ský, þéttist og fellur til jarðar sem rigning eða snjór, rennur á yfirborði eða lekur niður í jarðlögin og verður þar að grunnvatni og rennur síðan til sjávar (skýringarmynd hér fyrir neðan).
Það er sólin sem knýr hringrásina áfram. Vatn er þess vegna endurnýjanleg auðlind því auðlindin endurnýjar sig stöðugt þegar tekið er af henni. Það verður því að teljast harla ólíklegt að vatnið klárist þó að vissulega geti gengið á auðlindina, t.d. í miklum þurrkum og ef við pössum ekki upp á auðlindirnar.
Tegundir af vatnssóun:
· Þú lætur vatnið renna allan tímann sem þú burstar tennurnar.
· Þú notar alltaf stóra takkann á klósettinu.
· Þú lætur sturtuna renna of lengi áður en þú ferð í sturtu.
· Þú ert lengi í sturtu.
· Þú lætur vatnið renna og renna á meðan þú færð þér vatnsglas
· Þú setur of lítið í þvottavélina í einu og uppþvottavélina í staðinn fyrir að fylla hana.
· Þú lætur vatn renna á meðan þú vaskar upp
Dregið hefur úr vatnssóun í Danmörku
Frá árinu 2011 hefur stöðugt dregið úr vatnstapi í Danmörku úr 9,48% í 7,22% árið 2021. Minnkun vatnstaps stafar meðal annars af markvissu átaki veitna með því að rekja leka og gera við og viðhalda lögnum.
Vatnssóun heimsins
Víða í heiminum tapast mikið magn af hreinu vatni og það þýðir að mikilvægar auðlindir fara til spillis á hverri sekúndu. Það er alþjóðleg áskorun og það hefur neikvæð áhrif á bæði hagkvæmni vatnsveitna og umhverfið þegar vatn tapast og enn meira vatn þarf að framleiða og dreifa. Aðgangur að hreinu vatni er á mörgum stöðum sjálfsagður, rétt eins og ferska loftið sem við öndum að okkur. Við gleymum því að hreint vatn er sumsstaðar í heiminum, vara sem þarf að framleiða með víðtæku og ítarlegu ferli.
Og auðlindir eru takmarkaðar. Vatnsskortur er alþjóðlegt vandamál sem stafar af mörgum mismunandi þáttum eins og loftslagsbreytingum, íbúaþéttleika og hvernig vatnsauðlindum er stjórnað. Þess vegna eru sum svæði illa úti. Ef við höfum ekki nægilegt fjármagn til að stjórna vatnsveitunni, kemur upp minna sýnilegt, en alvarlegt, vandamál: vatnssóun.
Skemmtilegar staðreyndir um vatn:
Vatnslindir á Flúðum eru frá Blálæk, Lindum, Ásatúni og að Langholti
785 milljón manna hafa ekki aðgang að fullnægjandi drykkjarvatni.
Kúabúin nota mest af vatni hjá Vatnsveitu Flúða.
Hver einstaklingur í Hrunamannahreppi notar að meðaltali 870 lítrar á sólarhring en í Reykjavík eru það
200 lítrar.
Í Hrunamannahreppi er eitt besta vatn á Íslandi.
Þú notar 12 lítra af vatni þegar þú ert í sturtu með nýjan sturtuhaus.
Þú notar 24 lítra af vatni þegar þú ert í sturtu með gamlan sturtuhaus.
Þú notar 6 lítrar af vatni þegar þú sturtar niður með litla takkanum.
Þú notar12 lítra af vatni þegar þú sturtar niður með stóra takkanum.
Orð yfir vatn á íslensku.
Words for water in icelandic.
Ord over vand på islandsk.
Vatnsnotkun
Vatnsnotkun stendur fyrir notkun á vatni þ.e. hvernig við notum vatnið og í hvað notum við það. Til dæmis notum við vatn til að fara í sturtu, bað, sturta niður, setja í uppþvottavél /þvottavél, elda mat, þvo bílinn, sundlaugar og fleira.
Hér fyrir neðan er samanburður á nýtingu vatns í Danmörku og á Íslandi á því vatni sem er ætlað til notkunar.
Meðalnotkun heimilis t.d. í Reykjavík er 165-200 lítrar á dag á hvern einstakling.
Neysluvatn í Danmörku er yfirleitt framleitt í vatnsverksmiðjum. Meira en 95% Dana fá drykkjarvatn úr u.þ.b. 2.600 vatnsveitum.
Um 48 vatnsveitur eru á Íslandi með yfir 500 íbúa í fastri búsetu og þjónusta þær um 93% af íbúum landsins. Hjá vatnsveitu Flúða notar einstaklingurinn 870 ltr. á sólarhring.
Vatnsveita Flúða þjónustar mjög stórt landbúnaðarsvæði og annan iðnað sem þarfnast mikils vatns.
10 sturlaðar staðreyndirum vatn:
70% af heilanum þínum er vatn.
Heitt vatn frýs hraðar en kalt vatn.
Þú getur lifað í mánuð bara á vatni.
66% af líkamanum þínum er vatn.
30% af öllu vatni sem er notað, er sóað.
Indland notar mest vatn af öllum í heiminum.
79.4936 trilljón af lítrum er sóað í heiminum á ári.
Egyptaland gæti verið án vatns árið 2025.
Þú gætir orðið veik/ur ef þú drekkur rigningarvatn.
Geitur og kjúklingar drekka minnst magn af vatni af þeim dýrum sem við borðum.
Heimild: Vatnsveita Flúða, Hannibal Kjartansson.