Almenn útskýring
Algengasti skilningur á hugtökunum sjálfbærni og sjálfbær þróun felur í sér að við skilum umhverfinu að fólki í ekki verra ástandi en við tókum við því og við leitumst við að mæta þörfum þessara kynslóða án þess að skerða möguleika komandi betri kynslóða til að mæta þörfum sínum.
Okkar útskýring
Léttasta útskýringin á sjálfbærni og sjálfbærri þróun er að við skilum umhverfinu til komandi kynslóða, í eins góðu eða betra ástandi en við tókum við því.
Að vera sjálfbær þýðir að gera hluti á þann hátt sem hjálpar okkur að njóta lífsins án þess að skaða umhverfið, þar sem þú passar að láta umhverfið vera hreint og jafnvægið í náttúrunni sé varðveitt, svo að komandi kynslóðir geti líka notið náttúrunnar og nýtt hana án þess að skemma hana.
Til dæmis má segja að þú hafir fengið jörðina sem gjöf. Þú þarft að passa hana eins og lítið barn og skila henni þroskaðri og í betra ástandi heldur en þegar þú fékkst hana.
Sjálfbærni í seyruhreinsistöð
Verkefnið Slam felst m.a. í því að nemendur kynnist starfsemi seyruhreinsistöðva í Hrunamannahreppi og Roskilde í Danmörku.
Í seyruhreinsistöðinni í Hrunamannahreppi er seyru (botnfall) safnað saman úr rotþróm víða af Suðurlandi með sérstökum seyruhreinsibíl. Farið er svo með seyruna á Seyrustaði þar sem seyrunni er safnað af seyrubílnum og henni sturtað í kalkara. Þar er blandað kalki og grasfræi saman við. Svo er farið með seyruna uppá afrétt þar sem henni er dreift um svæði sem verið að rækta upp.
Seyruhreinsistöðin í Hrunamannahreppi er ein sinnar tegundar á landinu.
Við sendum þremur fyrirtækjum þrjár spurningar varðandi sjálfbærni
1.Er fyrirtækið ykkar sjálfbært?
2. Ef já, hvernig er fyrirtækið sjálfbært?
3. Ef ekki, gætuð þið hugsað ykkur að vera sjálfbær í framtíðinni og hvaða leiðir sjáið þið fyrir ykkur í þeim efnum?
Svar frá Þvottur og Lín
1. Nei, við erum ekki sjálfbær.
2. Fjölmargar leiðir eru í boði til að auka sjálfbærni. Ungt fyrirtæki þarf að taka bita sem það ræður við og smátt og smátt komast á þann stað í rekstrinum að hann sé sem best sjálfbær. Þær leiðir sem við munum skoða fyrst til að einbeita okkur að eru m.a. :
- Umhverfisvænni umbúðir á okkar eigin vörum.
- Hvetja til umhverfisvitundar meðal starfsmanna.
- Leiðbeina og útvega áhöld og leiðir til að létta undir.
- Fagna fjölbreytileika og jafna kynjahlutföll.
- Vera heilsueflandi vinnustaður.
- Minnka kolefnisspor.
- Rafvæðing bílaflota fyrirtækisins.
- Stuðla að fræðslu og endurfræðslu.
- Viðhalda flokkun og aðlaga eftir fremsta megni.
Augljóslega væri hægt að nefna til fjölmörg önnur atriði sem verður unnið að hægt og rólega.
Svar frá Flúðasveppum
1. Já ég myndi segja það.
2. En við erum ekki með neina gildandi sjálfbærnistefnu.
- Við stuðlum að eðlilegri hringrás með því að skila til baka í náttúruna efni sem við tökum úr henni og jafnframt gerum hana betri og ríkari til ræktunar fyrir komandi kynslóðir.
- Við ræktum árlega strandreyr í 150 hekturum sem bindur Co2 sem við eyðum í andrúmsloftið úr fyrirtækinu okkar.
- Við flokkum okkar rusl eftir reglum samfélagsins.
- Við hvetjum okkar erlenda starfsfólk að taka þátt í samfélaginu til að efla það í heild.
En allt þetta má bæta og gera betur.
Svar frá Límtré Vírnet
1. Við vitum það ekki í raun því það er mjög háð allskonar mati. Við erum að vinna samantekt á sjálfbærniskýrslu fyrir fyrirtækið þar sem við reynum að meta eftir bestu getu hvar við stöndum hvað varðar sjálfbærni. Sjálfbærni fyrir okkar fyrirtæki snýst um að við öxlum ábyrgð á okkar rekstri og höfum uppbyggileg áhrif á umhverfi, stjórnarhætti og samfélagið.
2. Við teljum okkur vera ábyrgt fyrirtæki sem axlar ábyrgð á umhverfissporum okkar og vöndum alla stjórnarhætti og styðjum samfélag okkar og nærumhverfi eins og við getum. Erum t.d. með Vottað stjórnkerfi samkvæmt ISO 9001 og fáum ef allt gengur eftir umhverfisvottun núna eftir tæplega ár.
3. Fyrir fyrirtæki af okkar stærð er að verða skylda að skila inn sjálfbærniskýrslu um sjálfbærni til endurskoðanda svipað og önnur bókhaldsgögn. Mjög stór viðskiptatækifæri eru fyrir okkur að sýna fram á að við stöndum okkur vel í sjálfbærni og því sjálfsagt og eðlilegt að fylgja því fast eftir eins og við gerum í dag.
Metangas
Metan er einfaldasta samband kolefnis og vetnis sem til er; efnaformúlan er CH4. Metan er lyktarlaus gastegund og skaðlaust við innöndun. Það er léttara en loft og gufar því mjög fljótt upp komist það í snertingu við andrúmsloft.
Orkan sem felst í metaninu er nýtt með bruna, oftast með bruna til hitunar en einnig til rafmagnsframleiðslu eða jafnvel í iðnaði eða á ökutæki. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er skæð gróðurhúsalofttegund en með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Þótt sameindin sé sú sama (CH4) er sá meginmunur á jarðgasi og metani úr lífrænu efni að með bruna á jarðgasi er verið að bæta við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið en með bruna á metani úr lífrænum efnum er verið að skila til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu „í gær“.
Metangastilraun
Við gerðum tilraun þar sem við fengum að sjá hvernig metangas verður til og hvað hægt er að gera við það. Við skárum niður kartöflur og hvítkál og settum það í stóra plastdall ásamt hænsnaskít og dálitlu vatni. Eftir að öll innihaldsefnin höfðu verið sett í dallinn var honum lokað og plastslanga með plastpoka tengd við. Eftir rúmlega viku ætti pokinn að vera orðinn fullur af metangasi. Kennarinn var búinn að undirbúa tilraunina svo hann átti tilbúinn dall sem hafði gerjast í tæpar tvær vikur.
Til þess að sjá virkni gassins var plastslangan tekin úr dallinum og hún tengd á stand. Þegar slangan hafði verið fest á standinn fengum við nokkrar eldspýtur og við áttum að þrýsta á pokann sem var fullur af metangasi og setja eldspýtuna sem búið var að kveikja á upp við metangasið sem fór í gegnum plaströrið. Þegar eldspýtan var borin að metangasinu blossaði upp eldur þar sem gasið skíðlogaði. Þar með sáum við hvernig metangas getur nýst til orkuframleiðslu.