Hreinsistöð á Flúðum og Roskilde
Í seyruhreinsistöðinni í Hrunamannahreppi er seyran unnin í þremur þrepum. Þegar talað er um þrep er átt við þau stig sem seyran fer í gegnum, það er að segja ferlið frá því óflokkaður úrgangur (fast efni) verður að áburði. Ferlið byrjar á því að sérstakur seyruhreinsibíll sogar upp allt botnfall og fráveituvatn úr rotþrónum. Rotþrærnar eru dreifðar víðsvegar um þau sex sveitarfélög sem standa að hreinsistöðinni í Hrunamannahreppi. Því þarf bílinn að keyra langar leiðir til þess að tæma ákveðið magn af rotþróm. Seyrubíllinn tæmir rotþró og seyruvatni og flotlagi er dælt upp í tankbílinn. Þá er fasta efnið skilið frá seyruvatninu og verður það efni eftir í bílnum en vökvanum er dælt aftur í rotþróna. Þetta er gert til þess að gerlaflóran sem flýtir til við rotnun sé virk, þrátt fyrir að öll seyran sé hreinsuð eða tekin úr rotþrónum.
Í seyruhreinsibílnum er einnig sía sem aðskilur þá hluti sem er ekki ætlað að vera í seyrunni líkt og blautþurrkur, gervigómar og annað óæskilegt efni. Þeir ólífrænu hlutir sem geta komið í seyruna eru síðan urðaðir. Þegar seyruhreinsibílinn er orðinn fullur af seyru fer hann með innihaldið í móttökustöðina sem staðsett er í Hrunamannahreppi og losar tanka bílsins af allri seyru. Seyrunni er komið fyrir í svokölluðum kalkara en þar er seyrunni blandað við kalk. Eftir það er seyrunni komið fyrir á færibandi og þaðan er hún færð yfir í vagn með dreifara. Dráttarvél tekur síðan við vagninum og dreifir seyrunni á ákveðið dreifingarsvæði inni á afrétti Hrunamannahrepps þar sem seyran er nýtt til uppgræðslu. Hreinsistöðin í Roskilde notar fleiri afurðir úr sinni hreinsun þar sem þau nota seyru til áburðar, metangas til orkunýtingar og vatnið nýtist á margan hátt en þó ekki fyrir manneskjur eða dýr.
Þau svæði sem seyrubíllinn hreinsar rotþrær
Seyrubíllinn á Flúðum
Seyrustaðir á Flúðum
Hreinsistöðin í Roskilde
Í seyruhreinsistöðinni í Roskilde er ferlið lengra en í hreinsistöðinni í Hrunamannahreppi. Seyran sem kemur í hreinsistöðina fer í gegnum sjö þrep en þar er meðal annars allur vökvi sem myndast, hreinsaður. Fyrstu þrjú þrepin eru þau sömu og í Hrunamannahreppi. Í Roskilde er seyran sjálf ekki einungis nýtt sem áburður heldur er allt vatn nýtt að mestu aftur. Jafnframt er metangas sem verður til í hreinsiferlinu, nýtt til orkuframleiðslu.
Hér má sjá mynd af hreinsiferli seyru í Roskilde