Nemendur í 2. bekk hafa verið að læra um hafið út frá bókinni Komdu og skoðaðu hafið. Því var ákveðið að fara í heimsókn á Sjóminjasafnið við Reykjavíkurhöfn, á sýninguna Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár.
Krakkarnir fengu fræðslu um fiskveiðar á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Eftir fræðsluna skoðuðu krakkarnir safnið og fræddust meira um hafið.