Á haustdögum fóru nemendur í sjötta og sjöunda bekk í vettvangsferð í Vatnsmýrina með náttúrufræðikennara og umsjónarkennurum sínum. Nemendur eru að læra um ferskvatn og lífríki þess í náttúrufræði. Markmiðið með ferðinni var að skoða fuglalíf, plöntur, samspil manns og náttúru og njóta útivistar. Þetta var töluverð ganga en enginn nemandi kvartaði yfir henni þó svo sumir hefðu verið þreyttir þegar við skiluðum okkur til baka í skólann.