Réttindaskóli Unicef
Síðastliðið vor hóf Hvassaleitisskóli, í samstarfi við frístundaheimilið Krakkakot og félagsmiðstöðina Tónabæ, það ferli að verða Réttindaskóli UNICEF.
Í Réttindaskóla og -frístund er unnið markvisst að tveimur af grunnþáttum íslenskrar menntunar, lýðræði og mannréttindum. Áhersla er lögð á barnaréttindafræðslu fyrir jafnt börn og fullorðna, og að börn séu virkir þátttakendur í lýðræðislegu samfélagi. Eitt af skrefum innleiðingar Barnasáttmálans felst í því að vinna aðgerðaráætlun fyrir hvern Réttindaskóla.