Fimmti bekkur fór að sjá hina stórkostlegu sýningu Volcano express í Hörpu, en aðstandendur sýningarinnar hafa boðið öllum grunnskólum í Reykjavík á þessa sýningu. Sýningin er í anda „Fly over Iceland“ nema við flugum yfir jarðhitasvæði, hraunbreiður og eldgos í þessari ferð. Bæði nemendur og kennarar skemmtu sér konunglega og mæla 100% með þessari afþreyingu!