Þetta skólaár fá nemendur í fimmta, sjötta og sjöunda bekk að velja úr nokkrum óhefðbundum námsáföngum í átta vikur í senn. Fyrir vetrarfrí var boðið upp á hlaðvarpsgerð, gervigreind og forritun, teiknileikni, borðspil, vefsíðugerð, frumsamin ævintýri og sagnagerð, sverð og skjöld og leirmótun og meðfylgjandi myndir eru teknar í síðasta tímanum í þessari lotu. Eftir vetrarfrí tekur svo ný lota við.