Hér bendum við á námsefni sem hægt er að nýta í vinnu tengdri sjálfsmynd, samskiptum og lausnamiðaðri hugsun.
Vinnubók í lífsleikni fyrir mið- og unglingastig. Verkefnin fjalla um sjálfsþekkingu, tilfinningar, samskipti og samfélag og ganga út á að nemandinn hugleiði sjálfan sig og lýsi sér á margvíslegan hátt. Verkefnin eru hugsuð fyrir einstaklinga og því getur nemandinn haft frelsi til heiðarlegrar sjálfsskoðunar án þess að þurfa sína öðrum svörin sín.
Verkefnaheftið "Hitt og þetta" er ætlað unglingum af erlendum uppruna sem eru að læra tungumálið og að þekkja íslenskt samfélag. Verkefnin kalla á margvíslega sjálfskoðun og má nota fyrir mun víðari hóp en bara ÍSAT krakkana.
Stuttir leskaflar um fólk af fjölbreyttum uppruna sem hefur þurft að berjast fyrir virðingu, jafnrétti eða réttlæti. Gott lesefni til að tengja við fjölbreyttari hópa en birtast í mest notaða lesefninu (hvítu millistéttar Íslendingana).
Í námsefninu Logar er fjallað um persónusköpun með dæmum af tveimur textabrotum og fjölbreyttum verkefnum á bls. 12-16. Markmið efnisins er að nemendur skoði hvernig gildishlaðið tungumál hefur áhrif á það hvernig við sjáum sögupersónur fyrir okkur. Hægt er að tengja efnið við hvernig einstaklingur hugsar um sjálfan sig: Hvaða orð notar hann? Jákvæð? Neikvæð? Einnig er hægt að tengja efnið við fordóma og samskipti og hvaða ábyrgð býr í orðum sem við látum frá okkur um annað fólk.
Námsefni til að efla andlegan styrk nemenda og auka vellíðan. Ítarlegar skýringar til kennara og fjölbreytt verkefni.
Þemahefti um heilbriði og heilbrigða lífshætti. Heftinu er ætlað að hvetja unglinga til þess að vera meðvitaða um gildi heilbrigðra lífshátta og hvernig þeir, með eigin ákvörðunum, hafa afgerandi áhrif á eigið líf. Efnið sýnir ólík sjónarhorn á ýmis atriði sem varða andlega, félagslega og líkamlega heilsu. Gott hráefni í samræður unglinga.
Námsefni sem miðar að því að nemendur skoði umhverfi sitt út frá ljósmyndum. Gefur tækifæri til umræðu um tengsl fólks við umhverfi sitt og hvernig þessi tengsl geta verið ólík eftir eiginleikum og þörfum einstaklinganna.
Vefur sem hýsir mjög fjölbreytt námsefni sem nýta má í umfjöllun um sjálfsmynd, samskipti, vellíðan og fleira.