Þetta verkefni er hugflæði í bekknum til að hjálpa nemendum að koma auga á fjölbreytta styrkleika og finna réttu orðin til að lýsa þeim.
Kennari les upp atriðin hér fyrir neðan og kallar eftir hugmyndum nemenda. Gott er að taka bara upptalningu og smá umræðu þangað til kemur að unglingunum, þá er gagnlegt að skrifa allar hugmyndir upp á töflu.
Byrjað er á að finna styrkleika dýra því það er hlutlaust umræðuefni, síðan eru teknar ákveðnar persónur og endað á unglingum.
Hvað gerir apa að góðum apa?
Hvað eru styrkleikar hjá ketti?
Hvað eru styrkleikar hjá kennara?
Hverjir eru styrkleikar hjá ömmum?
Hvað eru styrkleikar hjá unglingi? Hvað getum við fundið mörg dæmi?
Hugmyndin að þessu verkefni kemur af námskeiði hjá Hugarfrelsi.