Reglur vetraleika

ALMENNAR REGLUR VETRARLEIKA BLÆS


. Vetrarleikarnir eru opnir öllum

. Vetrarleikarnir verða haldnir í Dalahöllinni, Norðfirði

. Vetrarleikar Blæs er liðakeppni en einnig safna knapar stigum í einstaklingskeppni

. Liðið skal hafa nafn

. Hvert lið þarf að vera skipað þremur knöpum og þremur hestum.

. Fyrirliði skal vera orðinn 18 ára og vera keppandi.

Börn eldri en 10 ára mega taka þátt í liðum sem knapar ef fyrirliði er

öruggur um að knapi og hestur ráði við viðfangsefnið.

. Hvert lið getur haft einn varamann sem skal tilkynntur við skráningu liðsins.

. Varamaður má ekki vera aðili að öðru liði.

. Ef knapar úr liði mæta ekki á eitthvert mótið og varamaður mætir ekki í staðinn þýðir það að færri knapar safna stigum fyrir liðið.

. Hver hestur sem skráður er í lið skal aðeins keppa fyrir það lið.

. Knapi má aðeins ríða þeim hesti sem hann er skráður á.

. Fyrirliði tilkynnir hesta og knapa fyrir sitt lið tveimur dögum fyrir mót.

. Hver knapi fær einkunn eða tíma sem gefur röðun sem gefur stig.


. Fyrsta mót,fjórgangur og fimmgangur, er tvískipt þannig að efsti hestur

í fjórgangi hlýtur jafn mörg stig og efsti hestur í fimmgangi o.s.frv.


. Hafi fleiri en einn knapi sömu einkunn þá er stigum dreift jafnt á milli þeirra

. Niðurstaða stiga fyrir öll lið er birt sem fyrst eftir mót

. Veitt verða verðlaun í lok mótaraðar fyrir stigahæstu liðin og stigahæstu knapana.

. Fyrirliði ber ábyrgð á því að skapa liðsheild innan síns liðs t.d. með sameiginlegum æfingum, liðsbúningum og almennu hópefli. Fyrirliða er frjálst að hafa eins marga aðstoðarmenn þjálfara og klappstýrur fyrir sitt lið og hann telur þörf


Skráningargjald er á hvern knapa fyrir hvert mót. Fyrirliði skilar skráningargjöldum fyrir sitt lið til mótanefndar í upphafi hvers móts. Þátttakendur eru á eigin ábyrð á vetraleikum Blæs.


-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-o-


KEPPNISFYRIRKOMULAG


FJÓRGANGUR

Í undanrásum er einn keppandi inni á vellinum í einu og fær 3 1/2 hring til að sýna. Fet eina langhlið, brokk einn hring, hægt tölt einn hring og fegurðartölt einn hring. Knapi ræður í hvaða röð gangtegundirnar eru sýndar. Í úrslit fara 5 efstu hestar úr undanrásum og riðið eftir fyrirmælum þuls allt að tveimur hringjum fyrir hverja gangtegund, upp á báðar hliðar í þessari röð:


Hægt tölt

Brokk

Fet

Fegurðartölt




FIMMGANGUR

Í undanrásum er einn keppandi inni á vellinum og fær 3 ½ hring til að sýna fet langhlið, brokk einn hring, tölt einn hring og skeið þannig að hesturinn liggi langhlið á móti áhorfendum ( suður hlið í vestur).Knapi ræður í hvaða röð gangtegundirnar eru sýndar. Í úrslit fara fimm efstu hestar úr undanrásum og riðið eftir fyrirmælum þuls allt að tveimur hringjum fyrir hverja gangtegund í þessari röð:


Tölt

Brokk

Fet

Skeið


Framkvæmt þannig að hesturinn er látinn skeiða á syðri langhlið ( móti árorfendum) frá austri til vesturs , tvær ferðir.




SMALI

Þrautabraut er riðin á tíma. Ef þraut er ekki leyst á fullnægjandi hátt fær knapinn refsistig sem bætt er við þann tíma sem tekur að fara brautina. Stysti tími gefur fyrsta sæti. Þátttakendur fá ekki að ríða brautina fyrir keppni en brautin gengin með keppendum og þrautirnar útskýrðar áður en keppni hefst




TÖLT

Keppt eftir T1.