Aðalfundur hestamannafélagsins Blæs
Aðalfundur hestamannafélagsins Blæs haldinn í veislusal Dalahallarinnar
Mánudaginn 30 október 2023 kl 20.
Efni fundar.
1.Inntaka nýrra félaga
2.Skýrsla stjórnar Blæs
3. Afgreiðsla reikninga Blæs
4.Skýrslur nefnda
5. Kosning stjórnar Blæs
6.Kosning nefnda og endurskoðenda
7. Önnur mál
7.a hesthúsabyggingar
Mættir voru 16 félagsmenn,formaður Margrét Linda Erlingsdóttir setti fund og bauð fundargesti velkomna, lagði fram tillögur um fundarstjóra Önnu Bellu Sigurðardóttir og fundaritara Guðbjörg O Friðjónsdóttir ,tillaga samþ.einróma
1. Inntaka nýrra félaga. Umsókn frá tveim aðilum
Grétar Andri Ríkharðsson
Kjartan Ketilssson
Samþykktir með lófataki.
2. Skýrsla stjórnar.
Margrét Linda flutti skýrslu stjórnar,á síðasta ári en haldin voru haldin 5 reiðnámskeið með 3 kennurum Telmu Tómasdóttir,Helgu Rósu Pálsdóttur og Þorsteini Björnssyni.Öll námskeiðin voru vel sótt og mynduðust biðlistar á námskeiðin,fyrirhugað er að halda námskeið með sömu reiðkennurum n.k vetur. 1.maí dagurinn er að festa sig í sessi eftir að Blær hóf að halda þennan dag íslenska hestisins í heiðri og var mjög góð mæting í ár hjá almenningi.
Æskulýðsdagar voru haldnir í júní, og að vanda var frábær mæting ,alls tóku 20 börn þátt,þar sem gleði , kátína og hestamennska var í fyrirrúmi ,boðið var uppá gistingu,mat og reiðkennslu endurgjaldlaust ,í boði Blæs.
3.Afgreiðsla reikninga.
Sigurborg Hákonardóttir fór yfir ársreikninga félagsins .
Hagnaður var á árinu, náðist hærri rekstrastyrkur frá sveitafélaginu,og fjárhagsstaða félagsins er mjög góð.
Reikninga má nálgast hjá stjórn félagsins
ársreikningar samþykktir einróma.
4.Skýrsla nefnda.
Æskulýðsnefnd.
Margét Linda stiklaði á stóru, greindi frá starfi æskulýðsdeildar ,þar sem æskulýðsdagar er stór partur af dagskrá nefndarinnar, leiðbeinandi var Annika,einnig greindi Margrét Linda frá því að hestakrakkar hafi komið saman einu sinni í mánuði og haft gaman.Komin er skipulag af dagskrá vetrarins 2023-2024 og kemur inná heimasíðu Blæs fljótlega.
Mótanefnd .
Elísabet Halla greindi frá starfi mótanefndar sem var ekki mikil á síðasta ári ,haldin var kvennatölt sem lukkaðist vel og konur úr fjórðungnum komu saman á keppnisvellinum og höfðu gaman saman ,ekki tókst að halda félagsmót Blæs vegna dræmra þáttöku.
Kaffinefnd.
Vilborg Stefánsdóttir skilaði inn skýrslu f.h nefndar .Að venju skilaði nefndin góðu starfi ,með hlaðborði á 1 máí deginum og kaffisölu ásamt félögum á jólamarkaði félagsins ,nefndin gefur kost á sínum starfskröftum áfram á n.k starfsári.
Útreiðarnefnd.
Elísabet Halla tók til máls ,haldin var áramótareið,vorreið og kvennareið sem allar tókust vel.
Vallarnefnd.
Sigurður J Sveinbjörnsson tjáði félögum að ekki hafi verið mikið að gera hjá nefndinni ,en nefndin ásamt félögum mættu fyrir félagsmót og tóku til hendinni sem var unnið fyrir gíg ,þar sem félagsmóti var felt niður v dræmra þáttöku.
Firmanefnd.
Sigurborg gjaldkeri Blæs stóð þar fremst í flokki ásamt góðum hóp ,gekk vel að safna styrkjum í ár og safnaðist í kringum 800.000 kr en firmakeppnin er helsta fjáröflun Blæs.
Kosning stjórnar Blæs
Formaður Blæs Margrét Linda tjáði að stjórnin gæfi kost á sér áfram og var samþykkt með lófataki.
Kosning nefnda og endurskoðenda.
Endurskoðendur Vilborg Stefánsdóttir og Ásvaldur Sigurðsson
Kaffinefnd
.Sigurborg Hákonardóttir,Vilborg Stefánsdóttir,Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Sigurður Vilhjálmsson.
Æskulýðsnefnd.
Margrét Linda,Þórhalla Ágústdóttir,Rósa Dögg Þórsdóttir,Anna Bella Sigurðardóttir,Heiðrún Þorsteinsdóttir,og Sigríður M Guðjónsdóttir.
Mótanefnd
Elísabet Halla Konráðsdóttir,Guðbjörg O Friðjónsdóttir,Stefán Pétursson,Kristján Örn,Kristjánsson og Guðrún Ólafsdóttir.
Reiðveganefnd.
Stefán Pétursson,Anna Bella Sigurðardóttir,og Sigtryggur Reynaldsson.
Útreiðanefnd.
Margrét Linda,Rósa Dögg Þórsdóttir og Sigríður M Guðjónsdóttir
Vallarnefnd.
Sigurður J Sveinbjörnsson og Stefán Pétursson
Firmanefnd
Sigurborg Hákonardóttir,Þórhalla Ágústsdóttir,Guðröður Hákonarsson,Elísabet Halla,og Þórður Júlíusson.
Allar nefndir samþykktar með lófataki félagsmanna
Önnur Mál hesthúsbyggingar
Margrét Linda opnaði umræður um hesthúsabyggingar ,að það væri mikill hugur í fólki að koma upp hesthúsi ,og væru lóðir fyrir innan Dalahöll samkv.deiluskipulagi,einnig að hafi skapast umræða að byggja svokallaðan kálf neðan við reiðhöll ,en benti aftur á að væri ákveðnir byggingarreitir inná deiluskipulagðu svæðinu.
Ingi Árni innti eftir því hvort heyrst hafði, að stæði til að byggja fjárrétt inná svæði Blæs,þá fyrir innan veg við rimlahlið að sögn bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar Þuríði Lilju Sigurðardóttir ,ekkert slíkt hefur komið inná borð stjórnar .
Stefán Pétursson spurði hvort eitthvað væri því til fyrirstöðu að byggja fyrir neðan Dalahöllina,svör við því urðu mörg og erfitt fyrir ritara að fylgjast með en,stjórn taldi það ekki mega vegna nálægðar við ánna .
Hiti komin í umræður og ritari og fundarstjóri fara fram á að fundargestir komi í pontu og tjá sig einn í einu ,ekki sé hægt að rita fundargerð í þessum aðstæðum,einn óánægður fundargestur var ekki sáttur við að koma í pontu og yfirgefur fundinn.
Anna Bella Sigurðardóttir lagði fram eftirfarandi tillögu fram frá stjórn Dalahallar
Við undirrituð,stjórnarmenní Dalahöllinni ehf gerumeftirfarandi tillögu fyrir aðalfund hestamannafélagsins Blæs,og leggjum til að stjórn Dalahallarinnar fái umboð til að verðmeta og kostnaðargreina annars vegar,að gera salernisaðstöðu inní hesthúsi á jarðhæð og hinsvegar að skoða möguleika á að innrétta 5 stíur á jarðhæð undir svölum Dalahallarinnar.
Stjórninni verði falið að gera nákvæma kostnaðaráætlun,og þau leyfi sem þurfi varðandi framkvæmdina.Verði tillagan samþykkt,mun stjórn Dalahallarinnar óska eftir að boða verði til fundar í hestamannafélaginu Blæ í byrjun desember þar sem kynnt verður vinnan sem framkvæmd hefur verið og afstaða tekin til hennar.
Greinargerð:
Það er skoðun okkar að Dalahöllin þurfi að koma upp salernisaðstöðu á neðri hæð sem þjóna geti jafnt gestum og notandum hússins,svo og uppfyllt skilyrði varðandi aðkomu fatlaðra einstaklinga.Eftir ítarlega skoðun á mögulegri staðsetninguer það okkar mat að skynsamlegast varðandi kostnað og nýtingu sé að setja salerni undir stiga inní hesthúsinu.Hugsun okkar með að nýta það pláss sem er undir svölum hússins í 5 stíur,sé skynsamlegog með því hægt að opna möguleika til að leigja þær stíur börnum sem séu að koma úr æskulýðsstarfi og byrja sína hestamennsku,til allt að þriggja ára og reyna með því að stuðla að nýliðun í hestamennsku.
Með þessu móti væri vonandi hægt að skapa börnum ódýra aðstöðu í sínum fyrstu skrefum til að komast inn í hestamennskuna og skapa framtíð fyrir hestamennsku á svæðinu.Má geta þess að svipað fyrirkomulag er í nágranna hestamannafélaginu Freyfaxa
Virðingarfyllst
Guðröður Hákonarson
Guðbjörg O Friðjónsdóttir
Guðbjartur Hjálmarsson
Anna Bergljót Sigurðardóttir
Rósa Dögg Þórsdóttir
Tillaga samþykkt með meirihluta
Sigríður M Guðjónsdóttir tók til máls varðandi hesthúsbyggingar lýsti áhyggjum sínum, að væri ekki hægt að fá inni með hesta í framtíðinni,er að hugsa um fjölda sem langar að byrja í hestamennsku en engin aðstaða fyrir nýliðun.En vinna sem þeir félagar eru að hugsa, er á byrjunarreit, en þau fengu í hendurnar gamlar teikningar af viðbyggingu við Dalahöllina til að skoða,Sigríður lýsir yfir stuðningi við fólk sem er í hesthúsabyggingar hugleiðingum.
Vilborg Stefánsdóttir spyr út í tillögu stjórn Dalahallar hvernig því verði háttað,hvort séu bara börn sem fái úthlutað.
Guðbjörg svarar þeirri spurningu að þetta sé til staðar á Egilsstöðum og Höfn í Hornafirði,þar eru sendar inn umsóknir ,og ganga börn og unglingar fyrir ,og ef ekki allar stíur leigist er félagsmanni frjálst að sækja um.
Sigurður J Sveinbjörnsson fagnar því að sé mikill hugur í fólk að byggja t.d félagshús eins og var gert utar í firðinum árum áður,sagðist þekkja þessa tilfinningu að hafa hvergi getað sett niður hús og vera í óvissu.
Guðrún ólafsdóttir talar um að sé hægt að byggja innan við Dalahöll og að félagið byggi og leigi svo sínum félögum,hafði reynslu af því hjá Fáki þar sem þau hjónin voru um skeið ,hrósar æskulýðsstarfinu,og finnst langt á milli hesthúsa í firðinum en hestamennska byggist upp á félagsskapi eða um 90 %,einnig bendir hún á gömlu hesthúsin í Vindheimum séu á snjóflóðasvæði og hvort standi til uppkaupa á þeim húsum.
Anna Bella tjáir fundinum að úttekt á Dalahöllinni sé lokið fyrir utan eitt ljós og kemur með ábendingu að ef yrði farið að byggja við Dalahöll ,yrði mikill kostnaður fyrir félagið þar sem þyrfti að setja upp svo kallað sprinklerkerfi (slökkviúðatæki í lofti)
Rósa Dögg bendir á að Blær eigi hesthús Dalahallarinnar og sé hægt að leigja þær meðan enginn notkun væri .s.s námskeið og fleira og hvetur fólka að nýta sér það .
Anna Bella spyr salinn hvort séu fleiri sem vilja koma skoðuðum sínum á framfæri svor er ekki
Fundi slitið kl 20.59
Guðbjörg O Friðjónsdóttir fundaritari