Kvennatölt Blæs 2025
Dagskrá:
Kl.12:30 - Keppendur geta kynnt sér aðstæður
13:30 - Knapafundur í félagsheimili
14:00 - T7 unglingar forkeppni
B úrslit
A úrslit
15:00 - T8 Börn forkeppni
A úrslit
15:30 - T7 Fullorðnir forkeppni
B úrslit
A úrslit
Kaffi pása, veitingar í Dalahöllinni
17:00 T3 Fullorðnir forkeppni
B úrslit
A úrslit
Dagskrá þjappast saman svo tímasetningar gætu breist eftir þátttöku.
Ps. ef þátttaka er undir 10 skráningum í flokkum með skráð B úrslit falla þau sjálfkrafa niður.
Námkseið veturinn 2025
Boðið verður uppá knapamerki 1 og 2 hjá Völu Sigurbergsdóttir
Kennt um helgar sem eru eftirfarandi (bæði bóklegt og verklegt):
Helgi 1: 10-12.jan (frestað)
Helgi 2: 14-16.feb.
Helgi 1: 28.feb-1.mars
Helgi 3: 6-8.mars
Helgi 4: 11-13.apríl
Helgi 5: 9-11.maí
Verð:
Knapamerki 1 - börn: 25500, fullorðin: 42500 Knapamerki 2 - börn: 43500, fullorðin: 53500
(Um er að ræða nám og þeir sem eru í stéttarfélagi geta sótt um námsstyrk þar).
25-26.janúrar Ingunn Ingólfsdóttir ✅
Tveir reiðtímar
Verð: börn -15.000kr, fullorðnir - 20.000kr, utan félagsmenn 25.000kr
22-23.febrúar Ingunn Ingólfsdóttir
Tveir reiðtímar
Verð: börn -15.000kr, fullorðnir - 20.000kr, utan félagsmenn 25.000kr
21-23.mars Bergrún Ingólfsdóttir
Fyrirlestur, líkamsstöðugreining, tveir reiðtímar, styrkarþjálfun og teygjur.
Verð: börn -15.000kr, fullorðnir - 25.000kr, utan félagsmenn 30.000kr
Námskeiðin fara fram í Dalahöllinni.
Skráningar fara fram hjá Margréti í mail: polly8670@gmail.com
Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs
verður haldinn mánudaginn 28. október n.k.
kl. 20:00 í Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum.
Efni fundar:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Nýir félagar bornir upp
Skýrsla stjórnar Blæs
Afgreiðsla reikninga Blæs
Skýrslur nefnda
Kosning stjórnar Blæs
Kosning nefnda (móta-, firma-, reiðvega, kaffi- og æslulýðsnefnd) og endurskoðenda
Önnur mál
hesthúsbyggingar
Kær kveðja
Stjórn Blæs
Vornæturreið
Vornæturreið 14.júní 2024 kl.20:00. Lagt af stað frá Dalahöllinni og endað þar aftur í grillveislu og fjöri. Kostar 1000 kr.
(18 ára aldurstakmark).
!! Ath. Endilega setjið í athugasemd inná facebook ef þið ætlið að mæta eða sendið Margréti skilaboð. (Svo hægt sé að áætla innkaup)
Æskulýðsdagar 2024
Æskulýðsdagar stóðu yfir 6.-9.júní þar sem 18 börn tóku þátt í fullri dagskrá.
Leiðbeinandi var Helga Rósa Pálsdóttir
Dagarnir voru eftirminnilegir og allt gekk mjög vel.
Við þökkum Helgu sérstaklega fyrir komun.
Firmamót Blæs 2024
Skráning á Firmamót Blæs
Firmamótið fer fram á Kirkjubólseyrum þann 20.maí kl 17:30, grill og fjör að móti loknu.
Keppt er í eftirfarandi flokkum:
Víkingar
Valkyrjur
Ungherjar (11-16 ára)
Púkar (10 ára og yngri)
Tekið er við skráningum til kl 20:00 laugardaginn 18.maí
Gleðilegt sumar allir
Kvennatöltmót Blæs var haldið í dag 25.apríl 2024 með frábæru fólki. Takk allir sem mættu, tóku þátt, horfðu á og veittu aðstoð til að halda þennan viðburð.
Læt myndir fylgja með úr úrslitum en við vorum með þrjá flokka sem kepptu í T7, börn og unglingar, meira vanar og minna vanar.
Gunnar Jónsson veitti fyrstu verðlaun og bikar í minningu Halldóru Jónsdóttir hestakonu.
Vala Sigurbergsdóttir með reiðnámskeið 19-21 apríl 2024
Helgina 19-21 apríl stefnir Vala Sigurbergs á að koma til okkar og halda námskeið. Námskeiðin eru einstaklings tímar, 2x tímar, annar á laugardegi og hinn á sunnudegi og sýnikennsla á laugardeginum að kennslu lokinni
Vala er útskrifuð frá Háskólanum á Hólum
Verð fyrir utanfélagsmann er 30 þúsund
Verð fyrir félagsmenn er 26 þúsund
Verð fyrir börn og ungmenni (18 ára og yngri) er 23 þúsund
Skráningar berist til Elísabet Höllu í skilaboðum eða í síma 776-4016
Seinna reiðnámskeiðið hjá Helgu Rósu verður 16-17.mars
1x helgi: 2x 30-40 mín. einkatímar.
Félagsmenn:
Börn/unglingar 16 ára og yngri 10.000kr.
Ungmenni og fullorðnir 13.000kr.
Utanfélagsmenn:
Börn/unglingar 16 ára og yngri: 13.000kr.
Ungmenni og fullorðnir 16.000kr.
Fyrir þá sem eru skráðir báðar helgarnar greiða restina uppí neðangreint verð ef það er ekki þegar greitt:
2x helgi: 2x 30-40 mín. einkatímar börn/unglingar 16 ára og yngri 17.000kr. Ungmenni og fullorðnir 23.000kr
Framundan á starfsári 2024
6. janúar - þrettándareið kl.14 sem endar með kaffi og tilkynna íþróttamann Blæs fyrir árið 2023 inní Dalahöll um kl.16. Allir velkomnir.
Í vetur byrjum við 14.janúar og verðum með reiðtúr annan hvern sunnudag kl.14 og hvetjum fólk til að ríða út og hittast og hópa sig saman.
Við ætlum einnig að festa laugardagskaffi/hesthús spjall í Dalahöllinni alla laugardaga kl.11. Hvetjum alla til að mæta unga sem aldna.
Námskeið í vetur: Það er búið að festa tvær helgar með Helgu Rósu 24-25.feb. og 16-17.mars. Það koma svo frekari upplýsingar um fleiri námskeið von bráðar.
Fyrirhugað er að skoða járningarnámskeið sem verður auglýst síðar ef allt gengur upp.
Kær kveðja Stjórn Blæs
https://drive.google.com/file/d/182UilUZHaDC8ukzEMskXRa00wFAqI9QC/view?usp=sharing
Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs
30.október 2023 í Dalahöllinni kl.20:00
Efni fundar:
Skýrsla stjórnar Blæs
Afgreiðsla reikninga Blæs
Inntaka nýrra félaga
Skýrslur nefnda
Kosning stjórnar Blæs
Kosning nefnda og endurskoðenda
Önnur mál
Hesthúsbyggingar
Kær kveðja Stjórn Blæs
Verð fyrir námskeiðið:
2x 40 mín. einkatími + fyrirlestur
Félagsmenn Blæs: 22.000kr.
Aðrir: 27.000kr.
Telma Lucinda Tómasson kemur aftur með námskeið hjá Hestamannafélaginu Blæ 2023
Um er að ræða helgina:
- 21-23. apríl (aðeins 16 ára og eldri)
- Fyrirhugað að halda fyrirlestur með Telmu:
- Innifalin fyrir þá sem eiga einkatíma
- 1500kr. fyrir aðra.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá
Margréti Lindu messenger eða hblaer1969@gmail.com
Það sem þarf að koma fram við skráningu:
Nafn knapa
Sérstakar óskir t.d. tímasetning, samhliða öðrum tíma o.s.frv.
Nú var glæsileg námskeiðshelgi að ljúka þar sem Helga Rósa kom sem leiðbeinandi hjá okkur með einkatíma í reiðkennslu. Það var mikil ánægja og glaðir knapar sem komu úr tímum hjá henni. Það er gaman að sjá hvað það er mikil aðsókn í að komast í reiðtíma og fögnum við því.
Nú þegar er næsta námskeið hjá Helgu Rósu fullt og við tekin biðlisti. Hlökkum til að fá hana aftur til okkar í apríl. Takk kærlega fyrir okkur í bili.
Telma Lucinda var með námskeið og fyrirlestur s.l. helgi sem gekk frábærlega.
Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og hlökkum til næst.
Þá má samt sem áður ekki gleyma að þakka veðurguðunum fyrir að hafa haldið veðrinu niðri og flugfélaginu fyrir að hafa haldið flugáætlun svo Telma komst á réttum tíma.
Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna í höllinni og horfa á meistaradeildina saman
9.febrúar - Slaktaumatölt
3.mars - Fimmgangur
23.mars - gæðingafimi
8.apríl - Skeiðgreinar
15.apríl - Tölt og skeið
Hlökkum til að sjá ykkur
Verð fyrir námskeiðið:
2x 40 mín. einkatími + fyrirlestur
Félagsmenn Blæs: 22.000kr.
Aðrir: 27.000kr.
Telma Lucinda Tómasson verður með námskeið hjá Hestamannafélaginu Blæ 2023
Um er að ræða helgina:
- 10-12. febrúar (aðeins 16 ára og eldri)
- Fyrirhugað að halda fyrirlestur með Telmu:
- Innifalin fyrir þá sem eiga einkatíma
- 1000kr. fyrir aðra.
Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá
Margréti Lindu s.843-7765, messenger eða hblaer1969@gmail.com
Það sem þarf að koma fram við skráningu:
Nafn knapa
Sérstakar óskir t.d. tímasetning, samhliða öðrum tíma o.s.frv.
Helga Rósa verður með námskeið hjá hestamannafélaginu Blæ 2023
Um er að ræða tvær helgar:
- 18-19 febrúar
- 29-30 apríl
(hægt er að skoða auka tíma á föstudeginum 17.febrúar og 18.apríl)
Frekari upplýsingar og skráning fer fram hjá
Margréti Lindu s.843-7765, messenger eða hblaer1969@gmail.com
Það sem þarf að koma fram við skráningu:
- Einkatími eða paratími
- Hvor helgin eða báðar
- Aukatími á föstudegi
- Nafn knapa
- Sérstakar óskir t.d. tímasetning, samhliða öðrum tíma o.s.frv.
Aðalfundur Hestamannafélagsins Blæs
Verður haldinn fimmtudaginn 10.nóvember n.k. kl.19:30 í Dalahöllinni á Kirkjubólseyrum.
Efni fundar:
Skýrsla stjórnar Blæs
Afgreiðsla reikninga Blæs
Inntaka nýrra félaga
Skýrslur nefnda
Kosning stjórnar Blæs
Kosning nefnda og endurskoðenda
Önnur mál
Kær kveðja Stjórn Blæs
Félagsmót Blæs 2022
Vegna tæknilegrar örðuleika með sportfeng fer skráning fram hér (slóð) á meðan.
Hlökkum til að sjá ykkur öll á laugardaginn 11.júní
https://forms.gle/1R8DZhUFiSQc8U127
Sæl öll
Tina Kunzel ætlar að koma til okkar á mánudaginn 6.júní og bjóða upp á þjálfun í að ríða móts-prógramm eða þá þjálfun sem hentar til að ná því besta fram hjá knapa og hesti saman.
Skipt upp í:
Spjall
Æfing á velli úti
Verð 5000 kr. per einstakling.
skráning hjá hblaer1969@gmail.com
Firmamót Blæs 22.5.2022
Við þökkum fyrir okkur.
Firmamót Blæs 2022 verður haldið næstu helgi 22.maí.
Allir velkomnir og hvetjum við hestamenn nær og fjær til að skrá sig á þennan viðburð og fjölmenna á hann.
Skráning hér:
15.maí 2022
Helgina 14. - 15.maí koma Annukka Siipola og hélt námskeið fyrir okkur. Við þökkum henni kærlega fyrir komuna og hlökkum til næst.
1.maí 2022
Dagur íslenska hestsins tókst vel hjá Hestamannafélaginu Blæ.
Við þökkum öllum þeim gestum sem komu og kynntu sér íslenska hestinn.
Við þökkum einnig fyrir alla þá aðstoð og vinnu sem félagsmenn lögðu á sig til að gera þennan dag að veruleika.
Hlökkum til að ári liðnu að halda aftur upp á þennan dag.
1.maí 2022
Dagur íslenska hestsins er 1.maí og langar okkur í Hestamannafélaginu Blæ að bjóða öllum að koma inn á félagssvæðið okkar og Dalahöllina milli kl.16-18. Félagið mun bjóða börnum að teyma undir sér á hestum og kaffinefndin verðum með dýrindis vöfflukaffi. Hlökkum til að sjá alla og kynna sér íslenska hestinn.
23.apríl 2022
Í dag hélt Telma Tómasson fyrirlestur og sýnikennslu. Við þökkum henni kærlega fyrir þann heiður að verða upplýstari hestamenn og hestaáhugamenn.
3.apríl 2022
Hestamannafélagið Blær stóð fyrir járninganámskeiði um helgina þar sem meistari Kristján Elvar mætti og kenndi okkur réttu handbrögðin. Við þökkum honum kærlega fyrir allt
7.mars 2022
Helgina 2-3 apríl stefnum við á að halda járninganámskeið
Kennari verður Kristján Elvar Gíslason
12 laus pláss í boði og námskeiðið mun kosta 30 þúsund á mann
Það sem þarf að hafa með er hestur fyrir járningu og helstu áhöld til jánringar.
Skráning á hblaer1969@gmail.com
13.febrúar 2022
Í dag lauk fyrstu námskeiðshelginni í Dalahöllinni með Annukku Siipola. Við þökkum henni kærlega fyrir að koma til okkar og miðla þekkingu sinni.
13.febrúar 2022
Í dag var nýja sjónvarpið vígt með Bíómyndinn Ecanco. Svali og poppi í boðinu.
Næsta krakkabíó verður 20.febrúar 2022 kl.16:00 og verður myndin Rons gone wrong sýnd (ísl.tal)
Hlökkum til að geta boðið upp á fleiri viðburði og að sjálfsögðu horfa á meistaradeildina saman.
8.febrúar 2022
Stjórn Blæs hefur pantað sjónvarp og óskað eftir að gengið sé frá uppsetningu á internet tengingu inn í félagshús (Dalahöllina). Hlökkum til að geta auglýst hitting þar sem við getum horft saman á Meistaradeildina.
31.janúar 2022
Í dag voru krýndir Ásvaldur íþróttamaður Blæs ársins 2021 og Örvar Elí efnilegasti knapi Blæs 2021, óskum þeim innilega til hamingju