AÐALFUNDUR BLÆS
18. Október 2021 Í DALAHÖLLINNI Kl. 20:00
Mætt úr stjórn: Rósa Dögg (varamaður), Anna Bergljót, Sigurborg, Þórhalla, Anna Berg mætti ekki vegna veikinda.
Á fundinn voru mættir 20 félagar Blæs að stjórn meðtalinni.
Formaður Blæs Þórhalla setti fundinn.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara, lagt til að fundarstjóri verið Anna Bella og ritari Rósa Dögg. Samþykkt með lófaklappi.
2. Innganga nýrra félaga á árinu: Bára kolbrún Pétursdóttir, Stefán Pétur Pétursson, Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, Hrafnhildur Lilja Stefánsdóttir, Jóhann Páll Stefánsson Vilberg og Ingólfur gengu úr félaginu þeir höfðu verið lengi í félaginu og verið duglegir að vinna fyrir félagið alla tíð.
Þórhalla minnist Helgu Skúladóttir, fundurinn gerir smá þögn í virðingu við Helgu.
3. Skýrsla stjórnar lesin : Þórhalla fer yfir starfið 2019-2021, fer yfir hvað er gaman að fá loksins að halda aftur fund eftir Covid takmarkanirnar. Stjórninni hefur samt gengið vel að hafa samband rafrænt meðan ekki hefur verið hægt að hittast. Fer yfir rekstrarstyrkinn sem var hækkaður gríðarlega, og styrkinn frá SÚN sem er 1 og hálf milljón á ári.
Formaður fer yfir verkefni sem voru unnin á árinu t.d. gerði fyrir utan höllina, á aðeins eftir að klára það með málningu og laga undirlag.
Reiðnámskeið voru haldin á árinu bæði Ragga Samma og Reynir Atli komu og kenndu 4 helgar síðasta vetur og var mjög góð skráning á námskeiðin.
Lagður var ljósleiðari í gegnum efsta beitarhólfið.
Þórhalla segir frá flóðinu sem varð síðasta vetur sem varð út af krapastíflu eftir mikla úrkomu. Þórhalla segir frá tveimur aðilum sem hafa sótt um lóðir og ætla að byggja sér hesthús við höllina virkilega gaman að því.
Félagar Blæs í dag eru nú 100.
Þórhalla segir hvað mikilvægt er að auka nýliðun og halda æskulýðsstarfinu gangandi.
Engar spurningar voru út í skýrslu stjórnar.
4. Reikningar félagsins lagðir fram. Sigurborg gjaldkeri gerir grein fyrir ársreikningum sem var settur upp af Deloitte.
Spurningar vegna reikningsins:
Magga spyr hvort að æskulýðsbókin sé enn til, Sibba segir að það sé.
Gullveig spyr að henni finnst ekki nógu skýrt hvað er að koma mikið inn fyrir mót og hvað út henni finnst það ekki nógu skýrt til að sjá það í reikningum. Sibba útskýrir það og segir að það mætti örugglega gera það nákvæmara.
5. Starfsskýrslur nefnda:
a. Æskulýðsnefnd
Þórhalla fer yfir æskulýðsstarfið, því miður var ekki hægt að halda hestakrakka en við náðum að halda æskulýðsdaga. Þeir gengu mjög vel þó svo við þyrftum að passa vel upp á sóttvarnarreglur. Héldum líka æskulýðsdaga 2021 og voru þeir frábærir með góðu veðri allan tíman, nema rétt í lokinn þá snjóaði á okkur.
b. Mótanefnd
Gullveig fer yfir samskipti mótanefndar og hefur nefndi tekið smá breytingum á tímabilinu. Segir stuttlega frá samskiptum nefndarinnar. Nefndin hélt 3. mót 2019 smalann, félagsmót haldið samhliða 50+ og Kvennatölt.
2020 var haldið félagsmót í lok Júlí,
2021 voru viðræður við Freyfaxa en Covid kom í veg fyrir að það og féll það um sjálft sig.
Haldið var félagsmót 2021 og tókst það vel.
Nefndin hefur verið að huga að framþróun t.d. við skráningar og sett skráningar inn í wordfeng og hefur það auðveldað vinnu við uppsetningu móta.
Gullveig fer yfir hvað mætti betur fara við skipulag móta og ýmislegt í kringum það.
Engar Spurningar voru við skýrslu mótanefndar
c. Firmanefnd
Sigurborg sagði frá störfum nefndar fyrir síðasta mót. Ekkert firmamót var haldið 2019 sökum Covid.
Engar spurningar.
d. Reiðveganefnd
Hjálmar segir frá reiðveginum sem er verið að klára við flugvöllinn, næsta verkefni er svo að leggja nýtt efni yfir veginn þar sem hann er orðin illa farinn.
Engar spurningar.
e. Kaffinefnd
Vilborg kemur upp segir frá því þegar það er mót þá kemur kaffinefnd saman, kaffihlaðborðið á félagsmótum gæti ekki verið svona flott ef félagsmenn hjálpuðu ekki til og ber að þakka þeim. Kaffinefnd sá um veitingar bæði á félagsmótinu og firmamótinu.
Engar spurningar.
f. Vallarnefnd
Sigurður upplýsir að það hefur lítið verið gert, en hann kallar eftir því við stjórnina að það verið gerð áætlun fram í tímann svo við sjáum kannski fyrir endann á því hvenær við getum klárað völlinn.
Siggi fer líka yfir það með fundargestum hvað það er mikilvægt að passa vel upp á það að setja ekki saman ókunna hesta í girðingar.
Engar spurningar.
g. Útreiðarnefnd
Magga fer yfir viðburði sem voru haldnir. Það var farið í vornæturreið út á vita, farið í kvennareið sem var mjög fjölmenn og skemmtileg. En páskareiðin og áramótareiðin voru ekki hægt að halda út af sóttvarnarlögum.
Magga talar um hvað væri gaman að fara í fjölskyldu reiðtúra því það hefur orðið mikil aukning hjá krökkunum að ríða út.
Engar spurningar.
6. Kosningar í stjórn og nefndir.
a) Stjórnin: Þórhalla, Rósa Dögg og Anna Berg gefa ekki kost á sér áfram í stjórn. Ný stjórn skipa þá Margrét Lindu, Guðbjörgu, Sigurborgu, Elísabet Höllu, Sunna Júlía, Önnu Bellu (sem varamann) og Theodór (sem varamaður) Samþykkt með lófaklappi
b) Æskulýðsnefnd: Þórhalla, Rósa Dögg, Linda María, Sigga Magga, Anna Bella, Heiðrún. Samþykkt með lófaklappi
c) Reiðveganefnd: Ingi, Hjálmar, Vilborg og Stefán Pétur. Samþykkt með lófaklappi
d) Kaffinefnd: Sibba, Vilborg, Erla Guðbjörg og Siggi V. Samþykkt með lófaklappi
e) Vallarnefnd: Sigurður, Ásvaldur. Samþykkt með lófaklappi
f) Firmanefnd: Guðbjartur, Sigurborg, Gullveig, Þórður , Elísabet Halla, Þórhalla, Samþykkt með lófaklappi
g) Útreiðarnefnd: Elísabet Halla, Guðbjartur, Sunna Júlía, Elísabet Líf. Samþykkt með lófaklappi
h) Mótanefnd: Gullveig, Elísabet Halla, Guðbjartur, Sólbjört, Elísabet Líf, Þór Elí. Samþykkt með lófaklappi
i) Skoðunarmenn reikninga: Ásvaldur og Vilborg. Samþykkt með lófaklappi.
7. Kosning stjórnar
Ný stjórn
Margrét Linda, Elísabet Halla, Sunna Júlía, Theodór (varamaður), Guðbjörg, Sigurborg og Anna Bella (varamaður) og þeir sem víkja eru Rósa Dögg, Þórhalla og Anna Berg.
Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi.
8. Tillaga að lagabreytingum
Anna Bella leggur til breytingar á lögum 6.grein- Aðalfund skal halda eigi síðar en í febrúar ár hvert. Verður: Aðalfund skal halda eigi síðar en í október ár hvert. Allir samþykktir þessari breytingu.
9. Önnur mál
a. Gullveig spyr félagsmenn hvort það er metnaður að halda lögleg mót, því þá þurfi að fara að undirbúa það og fá löglega dómara ofl.
b. Þórhalla kemur upp og segir að það sé ekkert á móti því að halda lögleg mót en það þarf bara að vera til fjármagn.
c. Guðbjörg kemur upp og segir að í okkar lögum eigum við að halda lögleg mót en völlurinn bíður ekki upp á það.
d. Hjálmar segir að samningur vegna snjómoksturs sé að renna út og hvort félagsmenn eru samþykkir að endurnýja samninginn við Leif og Inga, allir samþykkir því.
e. Siggi Sveinbjörns kemur upp, finnst við búin að tala endalaust um að græja völlinn, og fer yfir að það sé dýrt að halda löglegt mót hann segir að völlurinn sé orðin hættulegur og það verði að fara að laga hann.
f. Gullveig skrifað póst til stjórnar varðandi völlinn og sagði að það væri hægt að halda löglegt mót með minniháttar breytingum.
g. Vilborg talar um ljósleysið í afleggjaranum erfitt að sjá hvar á að beygja og spyr hvort það væri ekki sniðugt að ýta á bæinn.
h. Anna Bella ræðir jólamarkaðinn og kannar áhuga félagsmanna, allir spenntir fyrir því að halda Jólamarkað.
i. Sigga Magga kemur upp og þakkar fyrir hvað er gaman að koma alveg nýr inn í félagið og finna hvað maður er velkominn og finna hvað allir eru boðnir og búnir til að hjálpa þeim af stað í hestamennskunni.
j. Siggi nefnir rimlahliðið, hann mundi vilja ef það yrði tekið eða rutt yfir það.
Ekki var fleira rætt á fundinum og Þórhalla þakkar fyrir góðan fund, slítur fundi 21:32