Hvað getum við gert til að draga úr fatasóun?
Það er hægt að gera ýmislegt til að draga úr fatasóun. Til dæmis getur þú:
Hugsað áður en þú verslar ný föt. Þarftu virkilega þessa flík?
Fara í gegnum fataskápinn þinn og gera lista yfir flíkurnar sem þú átt.
Þarft þú fleiri föt? Getur þú notað fötin þín lengur?
Passa að falla ekki fyrir ódýru verði.
Keypt aðeins föt úr góðum gæðum.
Gert við fatnað í stað þess að henda honum.
Gefið flíkum nýtt útlit ef þú ert kominn með leið á þeim.
Lánað, skipt eða gefið.
Selt fatnað sem passar ekki eða gefa ættingjum/ vinum.
Farið vel með fatnaðinn sinn, þannig endist hann lengur.
Það er ekki flókið að fara vel með flíkurnar sínar en það eru þó nokkuð
atriði sem gott er að hafa í huga til að nýta flíkina eins vel og hægt er.
Til dæmis getur þú
Fylgt þvottaleiðbeiningum.
Valið að nota umhverfisvæn þvottaefni.
Þvegið fötin á lágu hitastigi.
Notað flíkurnar eins lengi og hægt er.
Lagfæra flíkur í stað þess að henda þeim.