Hvert fara fötin?
Margt er hægt að gera þegar við notum fötin okkar ekki lengur. Séu þau götótt er hægt að sauma þau saman, séum við einfaldlega hætt að nota þau getum við gefið eða selt þau. En hvert fara svo fötin sem við hendum?
Almennt
Fatasóun er einn stærsti mengunarvaldur heims, mikið magn af þeirri mengun kemur frá urðunnar stöðum.
Fatnaður sem grafinn er ofan í jörðina getur legið þar í um 200 ár áður en hann byrjar að brotna niður og losa frá sér metan, gróðurhúsalofttegund sem getur orðið skaðlegri en kolvetni.
Á heimsvísu eru aðeins 20% af textíl vörum endurunnar, þau 80% sem eru eftir enda í urðun eða brennslu.
(Allison McCarthy, 22.mars 2018)
Íslandi
Hér á landi höfum við mörg úrræði til þess að minnka fatasóun. Þegar við notum fötin okkar ekki lengur er mjög auðvelt að gefa þau vinum, ættingjum eða í hjálparstörf.
Rauði krossinn hefur undanfarin ár tekið á móti allskyns fötum í fatagámana sína um land allt, bæði slitnum, götóttum og heilum. Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins flokka síðan fötin sem berast í gámana eftir því hvort þau séu nothæf eða ekki.
Séu þau nothæf eru þau seld í Rauðakrossbúðunum eða send í hjálparstörf svo að fólk sem hefur minna á milli handanna geti notað þau.
Séu fötin ónothæf eru þau seld til Evrópu í endurvinnslu þar sem búnar eru til nýjar flíkur úr þeim. (Rauði Krossinn, e.d.)
Vilji fólk ekki gefa fötin sín er hægt að selja þau í allskyns búðum og á netinu.
Til eru margir hópar á netinu þar sem hægt er að kaupa og selja notuð föt auk þess eru til sérstakar búðir til þess. Sem dæmi má nefna Extraloppuna og Hringekjuna. Þar er hægt að leigja bás og selja föt úr honum.
Erlendis
Þegar föt eru gefin í hjálparstörf t.d. Rauða Krossinn eru þau flokkuð eftir gæðum. Gæðin segja til um hvar fötin enda. Fötin í besta standinu fara til ríkra landa, Evrópu og Norður- Afríku en þau í lélegasta enda á Indlandi, Vestur- og Norður - Afríku.
Algengt er að föt í slæmu ástandi séu sent til Ghana í Vestur - Afríku þar sem íbúar selja þau síðan. Í borginni Kantamanto búa 30 milljónir manns, borgir fær sendar um 15 milljónir flíkur á viku.
Jafnvel þó fólk áfram selji fötin, lagar þau og notar sjálft eru þó um 40% fatnaðarins urðuð eftir ekki meira en tvær vikur frá komudegi. (Alicia, 12.apríl, 2021)
Dæmi um hversu slæmt ástandið er orðið er strönd í Ghana. Talið er að það séu um 15 milljónir stykki af fötum á ströndinni sem enginn vill. Fötin skaða bæði líf á landi og í sjó. (Pei Yong, 19.september 2021).