Könnun

Könnun & niðurstöður

Við lögðum fyrir könnun um fatarsóun sem við deildum á samfélagsmiðla, fjölskyldu og vini. Það voru 200 manns sem svöruðu könnunni og hérna eru niðurstöðurnar.

Aldur?

Það sem við sjáum hér er að flestir sem svöruðu könnuninni eru á aldrinum 15-19 vegna þess að við sendum hana á samfélagsmiðla. Flestir notendur samfélagsmiðla sem við þekkjum eru á aldrinum 15-19 ára.


Kyn?

Hérna sést að það séu flestir þátttakendur könnunina eru kvenkyns vegna þess að við sendum þessa könnun inn á Facebook síðu þar sem flestar meðlimir eru kvenkyns.


Hversu oft kaupir þú þér föt?

Það sem við sjáum hér er að það eru flestir sem kaupa föt mánaðarlega. Meiri hlutinn segist kaupa föt sjaldnar. Örfáir svara vikulega og daglega en þar hefðum við bara viljað sjá 0%.


Hversu lengi notar þú flíkurnar þínar?

Hér sjáum við að það eru flestir sem nota flíkurnar sínar lengur en ár sem er mjög gott. Það er mikill munur á fólki sem notar flíkurnar sínar í lengur en ár og þeim sem nota þær bara í ár. Auk þess er fólk sem notar fötin sín í 1-2 vikur og þar hefðum við líka viljað sjá 0%.


Hvað gerir þú við fötin þegar þú ert hætt/ur að nota þau?

Tæplega 70% af þeim sem svöruðu könnuninni gefa föt í hjálparstörf t.d. Rauða krossinn. Svo eru 17% sem henda þeim beint í ruslið, það ætti ekki að vera svona há tala miðað við hversu slæmt það er að henda fötum.

Afhverju hættir þú að nota fötin þín?

Hérna sést að það eru flestir sem hætta að nota fötin sín vegna þess að þau passa ekki lengur. Stutt á eftir því er fólk sem finnst fötin ekki flott lengur og losar sig því við þau. Það er ekki mikill munur á milli þeirra tveggja. Það eru 24,5% sem að hætta að nota fötin vegna þau detta úr tísku sem er ekkert annað en sóun á fötum.

Hversu mikið af skynditísku vörum kaupir þú?

Það eru 11,5% af fólki sem tók könnunina sem kaupir mjög mikið af fast fashion (hraðtísku) vörum og aðeins 17% sem kaupa mjög lítið af því. Þar er aðeins 5% munur á milli. Tæplega 12% kaupa aðeins föt sem eru frá hraðtísku iðnaðinum. Rófið er mjög breytt en það ættu að vera fleiri sem kaupa sér aldrei vörur úr hraðtísku iðnaðinum.

Hversu oft kaupir þú notuð föt?

Það eru 42% sem kaupa aldrei notuð föt. Aðeins 3,5% kaupa bara notuð föt, það er rosalega lítið en þetta eru þó aðeins þeir 200 sem tóku könnunina. Það er mikill munur á milli fólksins sem kaupir aldrei notuð föt og fólk sem kaupir bara notuð föt. Við viljum helst að prósentan hjá fólki sem kaupir bara notuð föt hækki miklu meira og verði þá í meirihluta.

Hvar kaupir þú föt?

Af fólkinu sem tók könnunina voru 70% sem kaupa fötin sín bæði á netinu og í búðum. Á eftir því eru 25,6% af fólki sem kaupir þau bara í búðum. Það er einhverjir sem kaupa bara föt af netinu og við viljum helst ekki sjá þá prósentu vegna þess hversu miklu umhverfisvænna það er að panta ekki af netinu.

Hversu mikið hugsar þú um hvernig fötin þín voru búin til og hvar þau enda?

Það eru 29,5% af fólkinu sem tók könnunina sem hugsa ekki um hvar fötin enda eða hvar þau eru framleidd. Það er mjög lítið af fólki sem hugsar um hvar fötin enda og hvar þau eru framleidd. Við viljum helst sjá þá prósentu hækka og prósentuna af fólki sem hugsar ekkert um það lækka.