Hvernig er hægt að koma auga á hraðtísku merki?

Hvernig á að koma auga á hraðtísku merki?

Það getur verið erfitt að átta sig á hvort fyrirtæki stundi hraðtísku eða ekki en það er þó hægt.

Hér eru nokkur dæmi:

  • Ef fyrirtæki auglýsir ný föt í nánast hverri viku er það mjög líklega að stuðla að hraðtísku.

  • Ef fyrirtæki gefur slæmar eða nánast engar upplýsingar um uppruna vöru, hvernig hún var framleidd eða með hvaða efnum. Auk þess að hafa enga sönnun fyrir réttlátum launum og réttindum starfsfólks er mjög líklega hraðtíska að eiga sér stað.

  • Ef fyrirtæki selur flík mjög ódýrt er það líklegast vegna hraðtísku. Oftast eru þessi verð svo lág að ekki væri mögulegt að borga fyrir efnis kostnað, launum starfsfólks og flutningum vörunnar með þeirri upphæð sem varan er seld á.

  • Mjög mörg hraðtísku fyrirtæki stunda grænþvott. Grænþvottur gengur út á það að lokka neytendur til þess að kaupa vörur með því að birta villandi upplýsingar um sjálfbærni og neyslu fyrirtækisins.

(Eva Astoul, 25.júni, 2021)