Áhrif hraðtísku

Áhrif


Oftast eru þessi föt slæm fyrir umhverfið vegna þess hvernig þau eru búin til. Vegna þrýstings frá samfélaginu til að koma fötum út á markaðinn á stuttum tíma eru umhverfisáherslum oft sleppt.

Til þess að fyrirtækin geti framleitt mikið magn af fötum á stuttum tíma velja þau ódýrari efni í fötin sem endast stutt.

Ódýr og oft skaðleg efni eru notuð í hraðtísku iðnaðinum og losa þau mikið af skaðlegum efnum út í umhverfið, bæði í andrúmsloftið og með skaðlegum litarefnum. Auk þess eru oft örtrefjar úr plasti sem losna úr fötunum sem geta skaðað umhverfið.

Dýr í náttúrunni verða líka fyrir skaða af ferli hraðtískunnar. Þegar skaðlegar örtrefjar og litarefni losna út í náttúruna geta dýrin skaðast á þeim. Þau geta borðað plastið og hörund þeirra gæti litast af litarefnunum.

Auk þess hafa fyrirtæki og stofnanir notað og selt feld dýra til gróða. Oftast er farið illa með dýrin sem notuð eru fyrir þetta ferli, þau pínd og hljóta ekki almennilega umhugsun.

Hraðtískan hefur þó ekki bara áhrif á umhverfið heldur líka á fólkið sem vinnur við að búa fötin til. Oftast vinnur fólkið í hættulegum verksmiðjum, hlýtur ekki lágmarkslaun og er án grunn mannréttinda.

Skaðlegu efnin sem notuð eru í framleiðslu fatnaðarins geta haft langvarandi áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu starfsfólksins. (Solane Rautuier, 25.júní, 2021)

Starfskraftar hraðtísku fyrirtækja eru mjög oft fólk sem hefur enga aðra betri vinnu að velja um. Oftast fær starfsfólkið ekki næg laun til að uppfylla lágmarkslaun þeirra lands sem þau vinna í, sem eru oftast nú þegar ekki nógu há til að geta lifað fullnægjandi lífi.

Starfsfólkið, sem oft eru börn vinna oft 14-16 klukkustundir á dag, sjö daga vikunnar. Oft fær starfsfólkið ekkert að segja varðandi erfiða vinnutíma og lágra launa vegna hættu á að vera rekin. Vinnuaðstæður þeirra eru ófullnægjandi og mjög oft skaðlegar heilsu.


(Sustain Your Style, e.d.)