Grænþvottur

Grænþvottur

Grænþvottur ( greenwashing) er mjög mikið notaður í hraðtísku og gengur hann mest megnis út á falskar upplýsingar.

Gefnar eru út falskar og villandi upplýsingar frá fyrirtækjum um hversu umhverfisvæn starfsemi þeirra er.

Oftast gengur það út á að láta fyrirtækið lýta út fyrir að vera umhverfisvænna í þeim tilgangi að lokka viðskiptavini til sín vegna þess að neytendur hafa áhuga á að kaupa umhverfisvænar vörur.

Dæmi um grænþvott er að fyrirtæki halda því fram að vörur þeirra séu úr endurunnum efnum eða spari orku. Þó að þessar fullyrðingar séu stundum sannar hafa sum fyrirtæki ýkt sínar fullyrðingar svo mikið að augljóst er að þær séu ekki sannar.

Fyrirtæki sem stunda grænþvott veita oftast engar upplýsingar um ferli umhverfisstefna þeirra. Þau halda því fram að vara sé gerð úr endurunnum efnum en hafa enga sönnun fyrir því.


(Will Kenton, 23.janúar 2021)