Fatasóun
Sara Dögg, Arna Maren og Júlía Marín
Almennt um fatasóun
Frá árinu 2000 hefur framleiðsla á fötum tvöfaldast og á sama tíma hafa þau enda sífellt hraðar í ruslinu . Mikilvægt er að draga úr nútíma neyslu þar sem innkaupin ráðast í dag mest megnis af því að fólki langar í ný föti en ekki vegna þess að það þurfi þau.
(Saman gegn sóun, e.d.)
Hér á landi eru fullt af búðum sem hægt er að fara með gömul föt í t.d. Extraloppan, rauði krossinn, verslunarhöllin, hringekjan og margt fleira. Ef flík eyðileggst, verður götótt eða slitnar eru til mörg úrræði við því. Hægt er að endurnýta flýkina eða fara með hana eitthvert sem hægt er að laga hana. Sem dæmi má nefna: Breytt og bætt, Elínborg saumstofa, Klæðskerahöllin, Saumnálin, Litla saumstofan og saumsetrið. Allar þessar búðir taka á móti fötum sem eru með götum á eða þarf að minnka eða stækka og margt fleira.
(Saman gegn sóun, e.d.)
Textíll er fjórði stærsti umhvefisþáttur einstaklinga og þar afleiðandi erum við að nota mikið af orku, vatni, efnavöru og varnarefnum í þetta. Þegar við framleiðum fötin erum við að losa mikið af gróðurhúsalofttegundum í öllum heiminum er talið vera í kringum 8-10% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda og miðað við hvað það er verið að framleiða mikið af fötum þá mun losunin halda áfram að aukast með tímanum. Við Íslendingar erum að kaupa um 17kg af vefnaðarvöru árlega og það er um þrisvar sinnum meira en meðal jarðbúi.
(Jenný Jóakimsdóttir, 1. nóvember, 2021)
Rúmir 11.000 litar af vatni eru notaðir til framleiðslu á einu pari af gallabuxum sem verða svo ekkert endilega notaðar mikið. Bómull er mikið notuð í gallabuxur en bómullarplantan þarfnast vatns og er rosa frek á því. Auk þess er mikið af efnum notuð í ræktun hennar.
(Jenný Jóakimsdóttir, 1. nóvember, 2021)