Rithöfundurinn Bjarni Fritzson kom í heimsókn föstudaginn 6. desember og las fyrir nemendur í 2.-7. bekk. Bókin sem Bjarni las úr var Orri óstöðvandi - Heimsfrægur á Íslandi, sem er nýútgefin. Hann kynnti líka tvær nýjar léttlestrarbækur um Orra og Möggu, vinkonu hans, og sagði frá fyrirhuguðum sjónvarpsþáttum sem fara í upptökur á næsta ári. Mikil ánægja var með upplestur Bjarna en bækurnar hans eru með þeim allra vinsælustu í skólasafninu og hreinsuðust allar úr hillunum fljótlega eftir að hann kvaddi okkur.