Aðventuhátíð Hvassaleitisskóla var haldin fimmtudaginn 28. nóvember. Eins og í fyrra fór hún fram eftir skóla svo fjölskyldur og vinir gætu notið með okkur og á sama tíma var jólaföndur foreldrafélagsins á sal skólans. Starfsfólk Hvassaleitisskóla var með stöðvar og bása á skólalóðinni og þar var boðið upp á skemmtilega jólaleiki, margvíslegt góðgæti og fleira.
Á aðventuhátíðinni valdi fólk líka fallegasta jólaorðið og voru þrjú orð sem skoruðu hæst. Það voru orðin jólastjarna, jólagleði og friðarjól.