5. bekkur fór í miðbæjarferð í Hallgrímskirkju og á skautasvellið á Ingólfstorgi í upphafi jólamánaðarins. Í Hallgrímskirkju voru börnin fyrst frædd um kirkjuna sjálfa sem tók 41 ár í byggingu, var hæsta bygging landsins í mörg ár, inniheldur stærsta hljóðfæri landsins og er einn mest heimsótti ferðamannastaður landsins. Organisti Hallgrímskirkju spilaði á orgel kirkjunnar og kynnti orgelið fyrir börnunum. Æviágrip um Hallgrím Pétursson var því næst kynnt fyrir börnunum í formi leikrits. Stærsta legókirkja landsins var skoðuð og þaðan var farið í sjálfan Hallgrímskirkjuturn.
TIl að nýta ferðina enn betur lá leiðin svo á skautasvellið á Ingólfstorgi þar sem börnin sýndu listir sínar á skautum og skemmtu sér vel.