Það er orðið ansi jólalegt um að litast í Hvassó, enda hafa nemendur og starfsfólk lagt mikinn metnað í skreytingar. Jólahurðaskreytingarnar hafa að vanda vakið mikla lukku og mörg glæsileg listaverk er nú að finna á hurðum skólans eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.