Desember hefur verið ljúfur hjá okkur í 1. bekk. Mikil spenna er í loftinu svo við höfum reynt að eiga notalegar stundir saman. Nemendur hafa farið í slökun, stofurnar voru skreyttar og jólaverkefni unnin. Við gerðum okkur góðan dag og höfðum bíó og smákökur sem sárabætur fyrir að komast ekki í fyrirfram ákveðna ferð. Krökkunum í 1.bekk fannst það alls ekki slæmt og voru mjög ánægð með daginn. Nemendur eru allir komnir með yndislestrabók og eru að æfa sig að kynna bókina fyrir bekknum. Við höfum unnið í jólaföndri og bíðum spennt eftir jólaballi á föstudaginn.