Fjölmargir nemendur í Hvassaleitisskóla hafa lesið fimm jólabækur eða meira á aðventunni og fengið viðurnefni jólasveina, jólasnóta eða jólasystra á jólabókamerkið sitt. Hér fyrir neðan má sjá myndir af nokkrum þeirra en meðal viðurnefna sem dregin hafa verið þetta árið eru Faldafeykir, Gangagægir, Smjörhákur, Baggalútur, Svellabrjótur, Kleinusníkir, Pottasleikir, Fantasía, Rauðsokka, Glitblinda, Staurblanka, Stelpustoð, Sokka-skaði, Tröppusleikja og Litla ljós. Þeir nemendur sem lesa 10 bækur eða meira fá svo viðurkenningarskjal fyrir dugnaðinn.