Myndir

Sjö myndir eftir William Nicholson skreyta upprunalegu söguna og var þeim örlítið breytt fyrir íslenska útgáfu bókarinnar. Birtustigi breytt og þær myndir sem ná eiga yfir heila opnu settar saman svo þær rúmist á einni blaðsíðu. Myndirnar, líkt og sagan á frummálinu, eru almenningseign sökum þess að höfundarréttarvernd þeirra er runnin út. Enginn réttur er áskilinn í tengslum við breytingar á myndunum. Þeim sem vilja nýta sér þær á einhvern hátt er það því heimilt án nokkurra takmarkanna.

Auk myndanna sem skreyta söguna er ein mynd á baksíðu frumútgáfunnar (sjá "Hafa samband" hér á síðunni) og myndin sem er á innkápu frumútgáfunnar er notuð sem bakgrunnur þessarar vefsíðu.