Hæfniviðmið Aðalnámskrár

Í skóla 21. aldarinnar er lögð mikil áhersla á nýtingu miðla og upplýsinga. Í gegnum grunnþætti menntunar er mikilvægt að þjálfa nemendur í ábyrgum vinnubrögðum og gagnrýnni meðferð heimilda. Sýn Oddeyrarskóla og Þelamerkurskóla á upplýsingatækni er að hún sé ekki einangruð námsgrein. Við nýtingu upplýsingatækni í öllum námsgreinum öðlast nemendur hæfni í að tileinka sér þekkingu og skapa þekkingu á fjölbreyttan hátt með mismunandi miðlum og útfærslum.

Við mat á notkun upplýsingatækni í skólastarfi er notast við lykilhæfniviðmið og hæfniviðmið í upplýsinga- og tæknimennt úr aðalnámskrár grunnskóla frá 2013. Þau er að finna hér fyrir neðan.