Upplýsingatækni

Handraði fyrir Oddeyrarskóla, Þelamerkurskóla og aðra áhugasama

Velkomin!

Þessari síðu er ætlað að vera handraði fyrir kennara og nemendur sem vilja nýta sér upplýsingatækni í skólastarfi. Markmiðið er að safna hugmyndum að verkfærum og gera þau aðgengileg svo þau nýtist í daglegu starfi.

Tæknin breytist frá degi til dags og listinn er þess vegna engan veginn tæmandi. Það er okkar ósk að verkfærin nýtist þeim sem vilja auka hlut rafrænna kennsluhátta í sínu starfi.

Myndbandskynning á verkefninu. Kynningin er unnin í Powtoon.