Þessi vefur er gagnasafn sem inniheldur leiðbeiningar sem tengjast ýmsum hlutum sem hafa þarf á hreinu í námi í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Mikilvægt er að kynna sér vefinn vel í upphafi og vita af honum. Vefsíðan er ætluð sem uppspretta upplýsinga fyrir fjarkennslunemendur, en efnið getur einnig verið gagnlegt fyrir alla aðra nemendur skólans.
Umsjónarkennari fjarnema er Birgitta Sigurðardóttir
Nemendur skulu fylgja skólareglum þ.m.t. reglum um skólasókn.
Nemendur skulu sækja kennslustundir nema veikindi eða önnur forföll hamli.
Nemendur bera ábyrgð á eigin námi, háttsemi og samskiptum við samnemendur og starfsfólk skóla, þ.m.t. rafrænum samskiptum og netnotkun og skulu sýna nærgætni og gæta virðingar í allri framkomu sinni.
Nemendur eiga rétt á að láta skoðanir sínar í ljós í málum sem þá varðar og skal tekið réttmætt tillit til skoðana þeirra. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks skóla og fylgja almennum umgengnisreglum í samskiptum við starfsfólk og samnemendur.
Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig ef fundið er að hegðun hans vegna brota á skólareglum.