Skólinn leggur áherslu á að nýta styrkleika nemenda og veita þeim framúrskarandi nemenda- og farsældarþjónustu í samræmi við lög. Það er áskorun í stöðugt breytilegu samfélagi með ýmsar áskoranir hverju sinni, sérstaklega þar sem meirihluti nemenda eru fjarnemar á öllum aldri, víða á landinu, og þess vegna um allan heim. Þessu er samt öllu hægt að stýra og veita frá litlu sveitarfélagi á norðaustanverðu landinu með lausnarmiðaða nálgun að leiðarljósi.
Skólinn byggir þjónustu sína við nemendur á gildandi lögum og réttindum, með áherslu á farsæld sem endurspeglast í auknu námsframboði á sviði geðræktar, geðheilbrigðis, kynheilsu og ofbeldisforvarna, lýðheilsu og námstækni. Þá tvinnast farsæld og réttindi Barnasáttmála, Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og réttindum og skyldum skv. lögum svo sem lögum um samþættingu í þágu farsældar barna og gildandi Aðalámskrá inn í þjónustu og áfanga skólans.
Að síðustu er farsæld nemenda samofin stefnum og áætlunum sem skólinn hefur sett sér ásamt gildum skólans sem eru frumkvæði, sköpun og áræði.