Allir nemendur skólans (staðnemar og fjarnemar) ásamt þeim sem eru að íhuga að hefja nám þar, eru hvattir til að panta tíma hjá Hólmari. Foreldrar barna undir 18 ára aldri eru einnig sérstaklega hvattir að bóka tíma með námsráðgjafa til að ræða um nám og velferð barna sinna. Fundurinn getur farið fram persónulega í skólanum - á skrifstofu námsráðgjafans í Kvíabekk, í gegnum Google Meet fyrir fjarviðtöl eða símleiðis.