Einhverfa er taugaþroskaröskun sem yfirleitt byrjar í barnæsku. Erfðir spila stórt hlutverk í þróun hennar.
Einkenni einhverfu geta verið mismunandi milli einstaklinga og birtast í hegðun, svo sem í samskiptum, áhugamálum og venjum. Þessi einkenni eru oft sett undir hugtakið einhverfuróf til að lýsa þeirri breidd sem einkennin geta haft.
Greiningar á einhverfu geta verið mismunandi, eins og ódæmigerð einhverfa eða Asperger-heilkenni, og byggist greiningin á fjölda einkenna og hvenær þau koma fram. Einkennin geta falið í sér erfiðleika í félagslegum samskiptum, sérstakt málfar, takmörkuð svipbrigði, og sérhæfð áhugamál, ásamt þörf fyrir rútínu.
Algengi einhverfu er 1-3%, og drengir greinast oftar en stúlkur. Aukning í greiningum má rekja til breyttra skilgreininga og betri greiningaraðferða.
Greining einhverfu: Greining fer fram með samtölum og mati á hegðun og þroska, lagðir eru fyrir skimunarlistar lagðir fyrir. Þeir aðilar sem sjá um slíkar greiningar eru:
Áður en kemur að því hefur frumgreining farið fram hjá félags- og skólasþjónustu eða heilbrigðiskerfinu og því vísa þeir aðilar áfram.
Einhverfir einstaklingar geta einnig greinst með aðrar raskanir, svo sem ADHD eða kvíða.
(heimild: mars 2024/ www.heilsuvera.is/markhopar/sjukdomar-fravik-einkenni/einhverfa-og-einhverfurof/)