Heilsuefling og forvarnarstarf í Menntaskólanum á Tröllaskaga er sameiginlegt verkefni stjórnenda, starfsmanna og nemenda og skal unnið í góðum tengslum við nærsamfélagið.
Markmið:
Meginmarkmiðið er að marka og framfylgja stefnu um heilbrigði, hollustuhætti, aðbúnað og öryggi þeirra sem nema og starfa í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Stefnunni er ætlað að hafa áhrif á allar daglegar venjur og starf í skólanum.
Undirmarkmið og leiðir
Menntaskólinn á Tröllaskaga setur sér sex undirmarkmið er lúta að aukinni hreyfingu, hollu mataræði, góðri andlegri og líkamlegri heilsu og vímuefnavörnum ásamt því að stuðla að jafnrétti og öryggi í skólanum.
Markmið Menntaskólans á Tröllaskaga eru að:
1. Hvetja til hreyfingar og heilsusamlegs lífernis og auka vitund um gildi hreyfingar fyrir heilsu, vellíðan og árangur.
2. Öll samskipti einkennist af jákvæðni og gagnkvæmri virðingu og að hver einstaklingur fái tækifæri til að njóta sín á eigin forsendum. Skólabragurinn endurspegli virðingu fyrir fjölbreytileika mannlífsins og unnið sé gegn fordómum.
3. Efla vitund um heilbrigðan lífsstíl og gildi góðrar næringar fyrir vellíðan og velgengni.
4. Skólinn sé vímulaus
5. Skólinn hafi jafnréttisfulltrúa og jafnréttisáætlun og kennarar hafi jafnrétti í huga í kennslu sinni, bæði í orðalagi og við val á efni.
6. Tryggja öryggi í skólahúsnæðinu og að öryggisáætlun skólans sé framfylg
Það er hlutverk nemenda og starfsfólks að lágmarka hættu á einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi í skólanum.
Stjórnendur skulu ganga á undan með góðu fordæmi og sýna nemendum og starfsfólki tillitssemi, virðingu og umburðarlyndi og stuðla að góðum starfsanda, fylgjast með samskiptum nemenda og starfsfólks og taka á ágreiningsmálum.
Skólameistari tryggir að reglulega fari fram áhættumat skv. 4. gr. reglugerðar nr. 1009/2005 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Allir nemendur og allt starfsfólk eiga að þekkja og virða stefnu Menntaskólans á Tröllaskaga gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi og vera meðvitað um hegðun sína og stuðla að því að tekið sé á ágreiningsmálum.
Starfsfólk og nemendur ættu að benda á það sem betur má fara í skólanum og stuðla að jákvæðri skólamenningu sem byggist á trausti og gagnkvæmri virðingu. Stjórnendur bera ábyrgð á því að áætlunin sé höfð í hávegum og að annað hvert ár sé hún uppfærð, boðið sé árlega upp á símenntun starfsfólks um viðfangsefnið sem og fræðslu til nemenda.
Niðurstöður úr könnunum um líðan starfsfólks, kennslukönnunum og Framhaldsskólapúlsinum eru nýttar í vinnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi í skólanum. Þar eru lykilaðilar innan skólans: heilsu- og forvarnarteymi, fagteymi ofbeldismála og sjálfsmatsteymi.
Í námsframboði skólans skal leitast við að hafa áfanga í boði á hverri önn skv. aðalnámskrá framhaldsskóla sem leggja áherslu á öryggi, samskipti og mörk, kynheilbrigði, jákvæða sjálfsmynd og geðrækt.
Hólmar Hákon Óðinsson, náms- og starfsráðgjafi/ formaður
holmar@mtr.is
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari
villa@mtr.is
Óskar Þórðarson, kennari
oskar@mtr.is
Ráðgjafi: Sigríður Ásta Hauksdóttir, sigga@mtr.is
Á námskeiðinu er að finna 6 námsþætti þar sem fjallað eru um kynferðisofbeldi gegn börnum frá mismunandi sjónarhornum.