18 ára og yngri
Tilvísun þarf frá lækni, hjúkrunarfræðingi í ungbarnavernd, skólahjúkrunarfræðingi eða skólasálfræðingi.
Sálfræðingar meta vanda og veita börnum viðeigandi meðferð við vægum eða miðlungs alvarlegum hegðunar- og tilfinningavanda og foreldrum þeirra ráðgjöf. Almennt er miðað við 4-6 viðtöl.
Áhersla er lögð á rétta meðferð í samræmi við greiningu. Við ákveðnar aðstæður er barni vísað á hópnámskeið eða hópmeðferð.
(heimild, síða HSN (febrúar 2024: https://island.is/s/hsn/salfelagsleg-thjonusta)
18 ára og eldri
Tilvísun þarf frá lækni.
Í þjónustunni felst mat á vanda, meðferðaráætlun og viðeigandi meðferð við þunglyndi, kvíðaröskunum og áfallastreituröskun þar sem vandi er vægur eða miðlungs alvarlegur.
Ákvörðun um meðferð í hópi eða einstaklingsviðtölum byggir á klínísku mati sálfræðings. Í þeim tilfellum þar sem meðferð í heilsugæslu er ekki talin raunhæf vísar sálfræðingur á önnur úrræði.
Sálfræðingar HSN gera ekki taugasálfræðilegar athuganir, þ.e. ADHD-athuganir, athuganir á einkennum einhverfu eða greindarmat.
(heimild, síða HSN (febrúar 2024: https://island.is/s/hsn/salfelagsleg-thjonusta)