Það er hlutverk nemenda og starfsfólks að lágmarka hættu á einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi í skólanum.
Stjórnendur skulu ganga á undan með góðu fordæmi og sýna nemendum og starfsfólki tillitssemi, virðingu og umburðarlyndi og stuðla að góðum starfsanda, fylgjast með samskiptum nemenda og starfsfólks og taka á ágreiningsmálum.
Skólameistari tryggir að reglulega fari fram áhættumat skv. 4. gr. reglugerðar nr. 1009/2005 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Allir nemendur og allt starfsfólk eiga að þekkja og virða stefnu Menntaskólans á Tröllaskaga gegn einelti, kynferðislegri og kynbundinni áreitni og ofbeldi og vera meðvitað um hegðun sína og stuðla að því að tekið sé á ágreiningsmálum.
Starfsfólk og nemendur ættu að benda á það sem betur má fara í skólanum og stuðla að jákvæðri skólamenningu sem byggist á trausti og gagnkvæmri virðingu. Stjórnendur bera ábyrgð á því að áætlunin sé höfð í hávegum og að annað hvert ár sé hún uppfærð, boðið sé árlega upp á símenntun starfsfólks um viðfangsefnið sem og fræðslu til nemenda.
Niðurstöður úr könnunum um líðan starfsfólks, kennslukönnunum og Framhaldsskólapúlsinum eru nýttar í vinnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi í skólanum. Þar eru lykilaðilar innan skólans: heilsu- og forvarnarteymi, fagteymi ofbeldismála og sjálfsmatsteymi.
Í námsframboði skólans skal leitast við að hafa áfanga í boði á hverri önn skv. aðalnámskrá framhaldsskóla sem leggja áherslu á öryggi, samskipti og mörk, kynheilbrigði, jákvæða sjálfsmynd og geðrækt.
Hólmar Hákon Óðinsson, náms- og starfsráðgjafi/ formaður
holmar@mtr.is
Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari
villa@mtr.is
Óskar Þórðarson, kennari
oskar@mtr.is
Ráðgjafi: Sigríður Ásta Hauksdóttir, sigga@mtr.is
Á námskeiðinu er að finna 6 námsþætti þar sem fjallað eru um kynferðisofbeldi gegn börnum frá mismunandi sjónarhornum.