Hæ gaman að sjá þig! hér getur þú skoðað betur
Velkomin á þennan upplýsingavef náms- og starfsráðgjafar Menntaskólans á Tröllakskaga. Hér finnur þú samansafn upplýsinga sem varða þjónustu og farsæld nemenda í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Við Menntaskólann á Tröllaskaga starfar lausnarmiðað starfsfólk sem leiðsegir nemendum og eftir atvikum foreldum og öðrum sem til skólans leita. Markmiðið er alltaf að styðja við námsferli hvers nemanda og vera nemandanum stuðningur meðan á námsdvöl hans í skólanum stendur.
Meirihluti nemenda við skólann eru fjarnemar og er skólinn stöðugt að leita leiða til efla fjarþjónustu sína við nemendur með farsæld að leiðarljósi. Einn partur af því er þessi upplýsingavefur.
Markmiðið snýr að því að tryggja heilbrigt líf og stuðla að vellíðan fyrir alla á öllum aldri. Stuðningur við nemendur í MTR, bæði á staðnum og í fjarnámi, með áherslu á farsæld, fellur vel undir þetta markmið.
Markmið 4 snýst um að tryggja öllum jafnt aðgengi að góðri menntun og stuðla að tækifærum til náms fyrir alla. Skólinn vinnur að því að tryggja nemendum, þar á meðal fjarnemum, aðgang að menntun og stuðningi til að ná námsmarkmiðum sínum.
Þetta markmið snýst um að draga úr ójöfnuði innan landa og á milli landa. Með því að efla fjarþjónustu fyrir fjarnema er verið að vinna að því að tryggja jafnan aðgang nemenda, óháð búsetu, að þeim úrræðum sem þeir þurfa til að ná árangri í námi sínu.